Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 21. september 2020 19:47
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Keflavík á toppinn - Jafnt í Eyjum
Joey Gibbs skoraði tvö fyrir Keflavík
Joey Gibbs skoraði tvö fyrir Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík vann gríðarlega mikilvægan 4-2 sigur á Þrótturum á meðan ÍBV gerði 2-2 jafntefli við Þór í Lengjudeild karla í kvöld. Keflvíkingar eru því í góðri stöðu á toppnum.

Það var mikið rok í Vestmannaeyjum er ÍBV og Þór gerðu 2-2 jafntefli. Nikola Kristinn Stojanovic varð fyrir því óláni að koma boltanum í eigið net á 6. mínútu og Eyjamenn komnir í góða stöðu.

Fannar Daði Malmquist Gíslason jafnaði metin á 8. mínútu áður en Sito kom Eyjamönnum yfir undir lok fyrri hálfleiks með því að pota boltanum yfir línuna af stuttu færi.

Gestirnir fengu vítaspyrnu á 61. mínútu og skoraði Alvaro Monteja Calleja örugglega úr spyrnunni. Þegar sex mínútur voru svo eftir af leiknum fékk Halldór Páll Geirsson, markvörður Eyjamanna, að líta rauða spjaldið er hann tæklaði Alvaro.

Lokatölur 2-2 í Vestmannaeyjum og virðist ÍBV endanlega hafa skráð sig úr baráttunni um sæti í efstu deild. Á meðan hélt Keflavík áfram að styrkja stöðu sína er liðið vann Þrótt R. 4-2.

Josep Arthur Gibbs kom Keflavík yfir á 16. mínútu áður en Adam Árni Róbertsson bætti við öðru sex mínútum síðar. Ignacio Heras Anglada gerði þriðja markið á 35. mínútu og staðan 3-0 fyrir Keflavík í hálfleik. Gibbs bætti við fjórða marki leiksins á 59. mínútu og gat fullkomnað þrennu sína sjö mínútum síðar er Keflavík fékk víti en Franko varði vel í markinu.

Sölvi Björnsson minnkaði muninn fyrir Þrótt á 79. mínútu og undir lok leiksins gerði Esau Rojo Martinez annað mark úr víti en lengra komst Þróttur ekki. Lokatölur 4-2 og Keflavík á toppnum með 34 stig en Þróttur í tíunda sæti með 12 stig.

Úrslit og markaskorarar:

ÍBV 2 - 2 Þór
1-0 Nikola Kristinn Stojanovic ('6 , sjálfsmark)
1-1 Fannar Daði Malmquist Gíslason ('8 )
2-1 Jose Enrique Seoane Vergara ('45 )
2-2 Alvaro Montejo Calleja ('61 , víti)
Rautt spjald: Halldór Páll Geirsson, ÍBV ('84)

Keflavík 4 - 2 Þróttur R.
1-0 Josep Arthur Gibbs ('16 )
2-0 Adam Árni Róbertsson ('22 )
3-0 Ígnacio Heras Anglada ('35 )
4-0 Josep Arthur Gibbs ('59 )
4-0 Josep Arthur Gibbs ('66 , misnotað víti)
4-1 Sölvi Björnsson ('79 )
4-2 Esau Rojo Martinez ('92 , víti)
Athugasemdir
banner
banner