Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mán 21. september 2020 18:15
Brynjar Ingi Erluson
Morata snýr aftur til Juventus
Spænski framherjinn Alvaro Morata er mættur til Torínó þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun hjá Ítalíumeisturum Juventus áður en gengur til liðs við félagið á láni frá Atlético Madríd.

Juventus hefur verið í leit að framherja síðan félagið rifti samningnum við Gonzalo Higuain á dögunum en hann samdi við Inter Miami í MLS-deildinni.

Edinson Cavani, Edin Dzeko og Luis Suarez komu vel til greina en Juventus hefur ákveðið að veðja á mann sem gerði vel með liðinu frá 2014 til 2016.

Juventus keypti Morata frá Real Madrid árið 2014 á 20 milljónir evra og gerði hann 27 mörk í 93 leikjum. Madrídingar keyptu hann til baka árið 2016 á 30 milljónir evra.

Hann gekk til liðs við Chelsea árið 2017 en tókst ekki að festa sig í sessi og var á endanum lánaður til Atlético á eins og hálfs árs samning. Morata gerði vel á þessum tíma og fór það svo að Atlético keypti hann á 58 milljón punda.

Samkvæmt ítölsku miðlunum er Morata nú nálægt því að ganga í raðir Juventus. Hann verður lánaður út leiktíðina og á Juventus þá möguleika á að kaupa hann fyrir 45 milljónir evra.

Atlético er þá að ganga frá samningum við Luis Suarez en hann kemur á frjálsri sölu eftir að Suarez komst að samkomulagi um að rfita samningnum við Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner