Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. september 2021 20:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland þurfti að sætta sig við tap gegn Evrópumeisturunum
Icelandair
Ísland byrjar á tapi.
Ísland byrjar á tapi.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland 0 - 2 Holland
0-1 Danielle van de Donk ('23 )
0-2 Jackie Groenen ('65 )
Lestu um leikinn

Ísland hefur undankeppni HM 2023 á tapi gegn Hollandi á Laugardalsvelli.

Það var jafnræði með liðunum til að byrja með og komst Ísland næstum því í foyrstu snemma þegar Sveindís Jane Jónsdóttir átti skemmtileg tilraun að marki frá hægri.

Holland er með heimsklassa leikmenn í flestum stöðum, og sérstaklega fram á við. Á 23. mínútu sundurspilaði hollenska liðið vörn Ísland og það skilaði fyrsta markinu. Það skoraði Danielle van de Donk, kantmaður Lyon. Varnarleikurinn hefði svo sannarlega mátt vera betri þar.

Í seinni hálfleiknum stjórnaði Holland ferðinni og komst Ísland lítt áleiðis.

Jackie Groenen, leikmaður Manchester United, skoraði svo stórkostlegt mark á 65. mínútu. Hún átti skot langt utan af velli sem Sandra Sigurðardóttir átti ekki möguleika í. Það vantaði aðeins meiri áræðni í íslenska liðið áður en skotið kom frá Groenen.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Agla María Albertsdóttir hótuðu því að minnka muninn áður en flautað var af, en skottilraunir þeirra rötuðu ekki á markið.

Lokatölur 2-0 fyrir Hollandi og alls ekki byrjunin sem íslenska liðið ætlaði sér. En Holland er með magnað lið og eru til dæmis ríkjandi Evrópumeistarar. Það voru jákvæðir punkar í þessum fyrsta keppnisleik undir stjórn Þorsteins Halldórssonar, og það þarf að byggja á þeim fyrir næstu leiki; og laga það sem fór úrskeiðis í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner