Ef veðurguðirnir leyfa þá verður lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar á laugardaginn, 25. september. Víkingar heimsækja Leikni og eru í toppsætinu.
Víkingar eru öruggir með Íslandsmeistaratitilinn ef þeir vinna Breiðhyltinga sem keppa upp á stoltið.
Breiðablik heldur í vonina um að Víkingur misstígi sig en Blikar keppa á móti grönnum sínum og vinum í HK.
Aganefnd KSÍ fundaði í dag en hér má sjá hvaða leikmenn verða í banni í lokaumferðinni:
Víkingar eru öruggir með Íslandsmeistaratitilinn ef þeir vinna Breiðhyltinga sem keppa upp á stoltið.
Breiðablik heldur í vonina um að Víkingur misstígi sig en Blikar keppa á móti grönnum sínum og vinum í HK.
Aganefnd KSÍ fundaði í dag en hér má sjá hvaða leikmenn verða í banni í lokaumferðinni:
14:00 Víkingur-Leiknir R. (Víkingsvöllur)
Víkingur verður án lykilmannsins Kára Árnasonar sem fékk sitt fjórða gula spjald í leiknum gegn KR. Varamarkvörðurinn Þórður Ingason getur heldur ekki tekið þátt í leiknum en hann var dæmdur í þriggja leikja bann.
14:00 Breiðablik-HK (Kópavogsvöllur)
Breiðablik verður án Gísla Eyjólfssonar sem dæmdur var í bann vegna uppsafnaðra áminninga. Gísli hefur fengið fjögur gul spjöld í deildinni í sumar.
Birnir Snær Ingason tekur út bann hjá HK eftir rauða spjaldið umtalaða gegn Stjörnunni í gær. Þá hefur Ívar Örn Jónsson safnað fjórum gulum spjöldum hjá HK.
14:00 KA-FH (Greifavöllurinn)
Hörður Ingi Gunnarsson bakvörður FH tekur út leikbann vegna uppsafnaðra áminninga.
14:00 Stjarnan-KR (Samsungvöllurinn)
Björn Berg Bryde, varnarmaður Stjörnunnar, hefur safnað fjórum gulum spjöldum og missir því af lokaleiknum.
Kjartan Henry Finnbogason var dæmdur í þriggja leikja bann. Finnur Tómas Pálmason og Kennie Chopart verða líka í banni hjá KR, vegna uppsafnaðra áminninga.
14:00 Fylkir-Valur (Würth völlurinn)
Þórður Gunnar Hafþórsson fékk rautt gegn ÍA og tekur út bann. Fallnir Fylkismenn verða einnig án Ragnars Braga Sveinssonar sem fékk sjöunda gula spjaldið sitt í leiknum gegn Skagamönnum.
14:00 Keflavík-ÍA (HS Orku völlurinn)
Enginn leikmaður er í banni í þessum leik.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir