Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. september 2021 16:27
Elvar Geir Magnússon
Ungverjar dæmdir til að spila án áhorfenda
Glösum var kastað í Raheem Sterling þegar hann fagnaði marki gegn Ungverjalandi.
Glösum var kastað í Raheem Sterling þegar hann fagnaði marki gegn Ungverjalandi.
Mynd: Getty Images
Ungverjaland þarf að spila næsta heimaleik sinn í undankeppni HM bak við luktar dyr og borga hátt í 30 milljónir íslenskra króna í sekt vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna gagnvart leikmönnum Englands í Búdapest í þessum mánuði.

Apahljóðum var beint að Raheem Sterling og Jude Bellingham í leiknum en England vann 4-0 sigur gegn Ungverjalandi. Einnig var hlutum kastað að leikmönnum Englands, þar á meðal plastglösum.

Næsti leikur Ungverjalands í undankeppni HM er heimaleikur gegn Albaníu þann 9. október.

Í júlí var Ungverjaland dæmt til að spila næstu þrjá UEFA heimaleiki án stuðningsmanna eftir rasisma og hommafóbíu á EM alls staðar. Sú refsing tekur gildi í Þjóðadeildinni á næsta ári.

FIFA sektaði Ungverjaland árið 2017 fyrir hommafóbísk köll áhorfenda sem beindust að Cristiano Ronaldo landsliðsmanni Portúgals.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner