Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 21. september 2022 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Anna Petryk yfirgefur Breiðablik er tveir leikir eru eftir
Anna Petryk.
Anna Petryk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hin úkraínska Anna Petryk hefur yfirgefið herbúðir Breiðabliks þegar tveir leikir eru eftir af Íslandsmótinu.

Hún er búin að fá félagaskipti aftur yfir til heimalandsins, Úkraínu, en glugginn er opinn þar og deildin komin af stað.

Petryk kom til Breiðabliks frá úkraínsku meisturunum í Kharkiv. Henni var frjálst að skipta um félag eftir að rússneski herinn hóf innrás í Úkraínu.

Hún var lykilmaður í liði Kharkiv síðasta haust og á 102 leiki að baki í úkraínsku deildinni. Þar að auki á hún 19 leiki að baki í Meistaradeildinni og 20 landsleiki fyrir Úkraínu.

Petryk lék 14 leiki með Breiðabliki í Bestu deildinni og skoraði í þeim tvö mörk.

Þetta eru ekki sérlega góð tíðindi fyrir Blika sem eru að berjast við það að komast í Meistaradeildina. Breiðablik er sem stendur í öðru sæti en Stjarnan fylgir fast á hæla þeirra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner