Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 21. október 2019 15:15
Magnús Már Einarsson
Giggs gagnrýnir Rojo fyrir jöfnunarmarkið
Marcos Rojo.
Marcos Rojo.
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur gagnrýnt Marcos Rojo fyrir varnarleik sinn í jöfnunarmarki Liverpool í leik liðanna í gær.

Rojo missti af fyrirgjöf Andy Robertson og bakvið hann beið Adam Lallana sem skoraði auðveldlega af stuttu færi.

„(Aaron) Wan-Bissaka hefur ekki spilað marga leiki. Kannski hefði hann verið fljótari að fara út (að loka á fyrirgjöfina) ef hann væri í aðeins betra formi," sagði Giggs.

„Að Rojo fari fram fyrir (Harry) Maguire er skrýtið. Ef hann heldur stöðu þá getur hann kannski hreinsað. Ash (Young) kemst aldrei markmeginn við hann."

„Ef þú horfir á Rojo þá giskar hann á hvert boltinn fer í stað þess að vera hjá manninum sínum."

Athugasemdir
banner
banner
banner