fim 21. október 2021 18:58
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin: Tottenham tapaði - Alfons lagði upp í stórsigri gegn Roma
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tíu fyrstu leikjum kvöldsins var að ljúka í Sambandsdeildinni og litu nokkur ótrúleg úrslit dagsins ljós.

Tottenham heimsótti Vitesse til Arnhem í Hollandi og tapaði 1-0. Heimamenn í Vitesse voru betri gegn slöku liði Tottenham og er mikil spenna eftir fyrri helming riðlakeppninnar. Tottenham hvíldi allt sitt byrjunarlið í leiknum í dag.

Tottenham er með fjögur stig eftir þrjár umferðir, tveimur stigum eftir Vitesse og þremur stigum eftir toppliði Rennes. Tottenham á eftir að spila heimaleikina við Vitesse og Rennes og þarf að vinna þá báða til að taka toppsæti riðilsins.

G-riðill:
Mura 1 - 2 Rennes
0-1 Sehrou Guirassy ('17 )
1-1 Mitja Lotric ('20 )
1-2 Gaetan Laborde ('41 )

Vitesse 1 - 0 Tottenham
1-0 Maximilian Wittek ('78 )

Lærisveinar Jose Mourinho kíktu í heimsókn til Noregs þar sem þeir mættu Alfons Sampsted og félögum í Bodö/Glimt. Heimamenn komust í tveggja marka forystu gegn hálfgerðu varaliði Rómverja en Carles Perez minnkaði muninn og var staðan 2-1 í leikhlé.

Mourinho gerði fimm breytingar á liðinu í síðari hálfleik en það bjargaði engu. Tammy Abraham, Henrikh Mkhitaryan og Lorenzo Pellegrini gerðu lítið annað en að horfa á Norðmennina raða inn mörkunum.

Alfons lagði þriðja mark heimamanna upp fyrir Erik Botheim sem setti þrennu í leiknum og urðu lokatölur 6-1.

Bodö/Glimt er með sjö stig og Roma sex eftir fyrri hluta riðlakeppninnar.

C-riðill:
Bodo-Glimt 6 - 1 Roma
1-0 Erik Botheim ('8 )
2-0 Patrick Berg ('20 )
2-1 Carles Perez ('28 )
3-1 Erik Botheim ('52 )
4-1 Ola Solbakken ('71 )
5-1 Amahl Pellegrino ('78 )
6-1 Erik Botheim ('80 )

Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í Sambandsdeildinni þar sem Andri Fannar Baldursson og Ísak Bergmann Jóhannesson voru í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar sem tapaði á heimavelli gegn PAOK.

FCK missti leikmann af velli í byrjun leiks og var Andra Fannari skipt útaf á 17. mínútu. Tíu leikmenn FCK lentu tveimur mörkum undir en áttu góðan seinni hálfleik og náðu að minnka muninn niður í eitt mark.

Hákon Arnar Haraldsson var ónotaður varamaður hjá FCK og Sverrir Ingi Ingason var ekki með PAOK vegna hnémeiðsla.

PAOK er með sjö stig og FCK með sex í toppbaráttu F-riðils.

F-riðill:
FC Kobenhavn 1 - 2 PAOK
0-1 Sidcley ('19 )
0-2 Andrija Zivkovic ('38 )
1-2 Pep Biel ('80 )
Rautt spjald: Kamil Grabara, FC Kobenhavn ('9)

A-riðill:
Alashkert 0 - 3 LASK Linz
0-1 Hyeon-seok Hong ('35 )
0-2 Thomas Goiginger ('68 )
0-3 Peter Michorl ('90 )

HJK Helsinki 0 - 5 Maccabi Tel Aviv
0-1 Gavriel Kanichowsky ('28 )
0-2 Stipe Perica ('49 )
0-3 Gavriel Kanichowsky ('60 )
0-4 Enric Saborit ('87 )
0-5 Eden Shamir ('90 )

B-riðill:
Anorthosis 2 - 2 Flora
1-0 Milos Deletic ('25 )
2-0 Denis Popovic ('28 )
2-1 Rauno Sappinen ('38 )
2-2 Rauno Sappinen ('80 )

E-riðill:
Feyenoord 3 - 1 Union Berlin
1-0 Alireza Jahanbakhsh ('11 )
2-0 Bryan Linssen ('29 )
2-1 Taiwo Awoniyi ('35 )
3-1 Luis Sinisterra ('76 )

Maccabi Haifa 1 - 0 Slavia Praha
1-0 Godsway Donyoh ('24 )

H-riðill:
Qarabag 2 - 1 Kairat
0-1 Jose Kante ('19 )
1-1 Ramil Sheydaev ('79 )
2-1 Abbas Huseynov ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner