Heimild: Stöð 2
Viðar Örn Kjartansson var á dögunum úrskurðaður í sex mánaða keppnisbann af FIFA vegna skuldar við sína fyrrum vinnuveitendur í Búlgaríu, CSKA Sofia 1948. Viðar var leikmaður félagsins í um hálft ár, samdi um mitt sumar en fékk samningi sínum rift í desember.
Viðar samdi við KA í lok mars og þá átti framherjinn að greiða búlgarska félaginu ákveðna upphæð. Viðar losnar úr banninu þegar skuldin hefur verið greidd. Hann var til viðtals í kvöldfréttum á Stöð 2 vegna málsins.
Viðar samdi við KA í lok mars og þá átti framherjinn að greiða búlgarska félaginu ákveðna upphæð. Viðar losnar úr banninu þegar skuldin hefur verið greidd. Hann var til viðtals í kvöldfréttum á Stöð 2 vegna málsins.
„Ég afsalaði mér örugglega einhverjum tugum milljóna (með því að rifta). Í samningnum stendur að ef ég skrifa undir hjá liði í efstu deild í Evrópu þá þarf ég að greiða upphæð sem ég fékk borgað fyrir að skrifa undir. Ég skrifaði undir hjá og búlgarska félagið skrifar undir samþykki fyrir félagaskiptum og svo hættir maður bara pæla í þessu," sagði Viðar.
„Svo kemur seint í sumar eitthvað frá FIFA sem ég í raun og veru sá ekki sjálfur. Þetta er samskiptaleysi, misskilningur og smá klúður, en aftur á móti mjög auðvelt að leysa."
Viðar segir að ekki sé um háa upphæð að ræða. „Þetta er alveg vel viðráðanleg upphæð, ekkert stórmál eftir allt, en auðvitað sjokk að heyra að maður sé kominn í sex mánaða bann upp úr þurru. Þetta verður leyst mjög bráðlega."
Viðar var ekki með KA um helgina vegna leikbannsins og verður ekki með í lokaumferðinni þegar KA mætir Fram. Samningur hans við félagið er að renna út og er óvíst hvort hann verði áfram á Akureyri.
„Við erum í góðu sambandi við Búlgarana núna, vorum það ekki áður. Svo leysist það og þá er þessu bara aflétt, ekkert flóknara en það. Flókinn aðdragandi samt að mörgu leyti, og svolítið ruglingslegt í raun. Ég afsalaði mér ansi miklu frá þeim og þetta er leiðinlegt mál," sagði Viðar við Stöð 2.
Athugasemdir