Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   lau 19. október 2024 17:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA vann Vestra í dag en liðið byrjaði leikinn af krafti og lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik. Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson, þjálfara KA, eftir leikinn


Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Vestri

KA svaraði vel fyrir sig eftir stórt tap gegn KR í síðustu umferð.

„Það er eðlilegt að það komi einhverntíman 'downswing' en það má ekki vera of mikið. Mér fannst við gera vel í dag, Vestri kom ofar á okkur í seinni. Vestri er flott lið við erum búnir að spila við þá fjórum sinnum í sumar. Þegar þeir fóru á okkur í seinni hálfleik þá fannst mér við ekki spila vel úr pressunni en fannst sigurinn aldrei í hættu."

Elfar Árni Aðalsteinsson hefur fengið fá tækifæri í sumar en hann nýtti það svo sannarlega í dag.

„Elfar Árni er ekki búinn að spila lengi og kemur inn á og er gersamlega frábær. Hljóp og sýndi gott fordæmi. Hann er frábær karakter og einn af fyrirliðunum mínum. Hann sýndi það í dag að hann er klár þegar kallið kemur. Æðislegt fyrir hann og okkur að sjá hann skora tvö mörk í dag," sagði Haddi.

Viðar Örn Kjartansson var ekki í leikmannahópi KA í dag. Haddi sagði að hann hafi verið í banni en hann var ekki í banni vegna áminninga þar sem hann hefur aðeins fengið eitt spjald í sumar

„Hann er í banni, þess vegna er hann ekki í hóp. Hann er með samning út tímabilið og við erum byrjaðir að ræða þessi mál, hann er einn af þeim sem við þurfum að tala við og ég hef ekki betra svar en það núna," sagði Haddi.

KA er í lykilstöðu í toppsæti neðri hlutans fyrir lokaumferðina.

„Við viljum enda sem efst í töflunni og það er sjöunda sæti, við erum í því núna og viljum ná því. Við tökum því hérna í KA að verða bikarmeistarar og enda um miðja deild og geta notað síðustu leikina í að gefa ungu strákunum tækifæri. Við ætlum okkur að fara á Lambhagavöllinn, okkar annan heimavöll, og vinna þar og fagna því með lokahófi hérna á Akureyri um kvöldið," sagði Haddi.


Athugasemdir
banner
banner
banner