Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   lau 19. október 2024 17:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA vann Vestra í dag en liðið byrjaði leikinn af krafti og lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik. Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson, þjálfara KA, eftir leikinn


Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Vestri

KA svaraði vel fyrir sig eftir stórt tap gegn KR í síðustu umferð.

„Það er eðlilegt að það komi einhverntíman 'downswing' en það má ekki vera of mikið. Mér fannst við gera vel í dag, Vestri kom ofar á okkur í seinni. Vestri er flott lið við erum búnir að spila við þá fjórum sinnum í sumar. Þegar þeir fóru á okkur í seinni hálfleik þá fannst mér við ekki spila vel úr pressunni en fannst sigurinn aldrei í hættu."

Elfar Árni Aðalsteinsson hefur fengið fá tækifæri í sumar en hann nýtti það svo sannarlega í dag.

„Elfar Árni er ekki búinn að spila lengi og kemur inn á og er gersamlega frábær. Hljóp og sýndi gott fordæmi. Hann er frábær karakter og einn af fyrirliðunum mínum. Hann sýndi það í dag að hann er klár þegar kallið kemur. Æðislegt fyrir hann og okkur að sjá hann skora tvö mörk í dag," sagði Haddi.

Viðar Örn Kjartansson var ekki í leikmannahópi KA í dag. Haddi sagði að hann hafi verið í banni en hann var ekki í banni vegna áminninga þar sem hann hefur aðeins fengið eitt spjald í sumar

„Hann er í banni, þess vegna er hann ekki í hóp. Hann er með samning út tímabilið og við erum byrjaðir að ræða þessi mál, hann er einn af þeim sem við þurfum að tala við og ég hef ekki betra svar en það núna," sagði Haddi.

KA er í lykilstöðu í toppsæti neðri hlutans fyrir lokaumferðina.

„Við viljum enda sem efst í töflunni og það er sjöunda sæti, við erum í því núna og viljum ná því. Við tökum því hérna í KA að verða bikarmeistarar og enda um miðja deild og geta notað síðustu leikina í að gefa ungu strákunum tækifæri. Við ætlum okkur að fara á Lambhagavöllinn, okkar annan heimavöll, og vinna þar og fagna því með lokahófi hérna á Akureyri um kvöldið," sagði Haddi.


Athugasemdir
banner