Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   mán 21. október 2024 14:00
Innkastið
„Ég hef aldrei heyrt um svona áður“
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hef aldrei heyrt um svona áður, að leikmaður fari í bann því hann skuldar félaginu pening. Ég vissi ekki að þetta væri hægt," segir Valur Gunnarsson í Innkastinu.

Þar var rætt um FIFA bann Viðars Arnar Kjartanssonar sem skuldar búlgarska félaginu CSKA 1948 Sofia pening. Þegar Viðar rifti samningi við félagið var samið um að hann myndi greiða ónefnda upphæð ef hann myndi svo semja við annað félag. Viðar gerði síðan samning við KA.

Viðar hefur ekki gert upp mál sín við CSKA og var dæmdur í sex mánaða bann af FIFA, eins og 433.is greindi frá í gær. Bannið fellur niður þegar samkomulag næst milli aðila.

Viðar samdi við KA út tímabilið og ekki er vitað hvort hann fái nýjan samning við félagið.

„Ég á erfitt með að átta mig á því. Viðar byrjaði tímabilið ekki vel, var lítið með og svo datt hann í smá gír. Maður á erfitt með að sjá það að þeir endursemji við hann," segir Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í þættinum.

„Mér finnst þetta góð spurning sem er ekki augljóst svar við. Viðar fór að sýna það í lokin hvað hann er enn góður í fótbolta. Mörg af þessum 'slúttum' hjá honum voru á hæsta klassa og hann skiptir liðið máli þegar það er kveikt á honum. En eins og Gummi segir var hann í brasi til að byrja með."

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA tjáði sig lauslega um stöðu Viðars hjá félaginu eftir sigur liðsins gegn Vestra um helgina.

„Hann er með samning út tímabilið og við erum byrjaðir að ræða þessi mál, hann er einn af þeim sem við þurfum að tala við og ég hef ekki betra svar en það núna," sagði Hallgrímur.
Innkastið - Stjórnlaust hringleikahús
Athugasemdir
banner