Alexander Kostic og Reynir Haraldsson hafa framlengt samninga sína við ÍR til næstu þriggja ára en knattspyrnudeild félagsins greinir frá þessu á Facebook í kvöld.
                
                
                                    Alexander er fæddur árið 1992 og uppalinn í KR en gekk í raðir ÍR árið 2012. Hann spilaði með Gróttu sumarið 2017 en sneri aftur til ÍR-inga og hefur spilað þar síðan.
Hann hefur spilað 118 mótsleiki fyrir ÍR og skorað 9 mörk en hann framlengdi samning sinn við félagið til næstu þriggja ára. Það gerði Reynir einnig.
Reynir er fæddur árið 1995 og er uppalinn ÍR-ingur. Hann hefur spilað 87 leiki og skorað 5 mörk í deild- og bikar fyrir Breiðholtsliðið.
ÍR hafnaði í 9. sæti 2. deildarinnar á tímabilinu sem var að klárast.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        
 
         
     
                                                                        
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                    
                        
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                

