Williams undir smásjá Tottenham - Joelinton að framlengja við Newcastle - PSG og Barca vilja Díaz
   lau 21. nóvember 2020 12:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður á meðal áhugaverðustu kaupa Pulis - Náðu alls ekki saman
Eiður er í dag aðstoðarþjálfari U21 landsliðsins og aðalþjálfari FH.
Eiður er í dag aðstoðarþjálfari U21 landsliðsins og aðalþjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tony Pulis er nýtekinn við sem knattspyrnustjóri Sheffield Wednesday í ensku Championship-deildinni.

Wednesday er við botn Championship deildarinnar og leita til fyrrum stjóra Stoke og Middlesbrough til að bjarga sér. Pulis er 62 ára og hefur verið án starfs síðan hann hætti hjá Boro vorið 2019.

Pulis stýrir Sheffield Wednesday í fyrsta sinn í dag þegar liðið heimsækir Preston.

Fjölmiðillinn The Star tók saman lista yfir áhugaverðustu kaup Pulis á stjóraferli hans þar sem janúarglugginn er á næsta leyti. Á listanum er Eiður Smári Guðjohnsen, sem Pulis fékk til Stoke.

Eiður sagði frá því í þáttunum „Gudjohnsen" á Sjónvarpi Símans að samband hans við Pulis hefði dáið eftir korter.

„Tony Pulis (innskot blaðamanns - þáverandi þjálfari Stoke) finnur að ég er efins. Hann rífur mig þá fram á gang og segir að ég verði aðalmaðurinn, ég sé akkúrat það sem liðið þarf. Hann sannfærði mig um að ég væri gæinn sem honum vantaði í liðið."

„Ég sé mikið eftir þeirri ákvörðun að hafa farið í Stoke. Það hefur ekkert með félagið að gera, það var bara þannig að samband mitt við þjálfarann dó eftir korter."

„Ég beið eftir því að komast heim. Ég fór yfir jólatímann og ræddi við hann um lítinn spiltíma. Hann sagði að þetta hefði ekki virkað. Ég stóð upp og barði í boðið. Þetta er í fyrsta sinn á æfinni þar sem ég hef hótað því að hætta að mæta. Ég sagðist ætla að hætta að spila varaliðsleiki og ætlaði ekki að mæta æfingar. Ég borgaði sjálfur pening til Stoke til þess að komast í burtu," sagði Eiður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner