Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 21. nóvember 2022 16:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Belgar þurfa að breyta varabúningi sínum út af einu orði
Belgar fagna marki.
Belgar fagna marki.
Mynd: EPA
Fyrirliðabandið sem var sett á bannlista hjá FIFA.
Fyrirliðabandið sem var sett á bannlista hjá FIFA.
Mynd: EPA
Belgíska landsliðið má ekki klæðast varabúningi sínum á HM, ekki fyrr en búið er að breyta á honum.

Á búninginn er búið að áletra orðið 'love' eða 'ást' en það er orð sem FIFA þolir ekki.

Allavega ekki ef marka má fréttir dagsins. FIFA byrjaði daginn á því að banna sérstök 'OneLove' fyrirliðabönd sem átti að nota til að mótmæla hvers kyns mismunun. Stjórnvöldum í Katar - þar sem HM fer fram - leist ekki vel á þessi bönd og ákvað FIFA því að banna þau.

Í kjölfarið þarf Belgía að breyta varabúningi sínum og fjarlægja áletrunina með þessu orði. FIFA túlkar það þannig að Belgía sé að senda pólitísk skilaboð með þessu eina orði í kjölfar mannréttindabrota sem framin hafa verið í kringum mótið í Katar.

Framkvæmdastjóri belgíska fótboltasambandsins segir að það hafi ekkert verið hægt að ræða við forsvarsmenn FIFA um þessi mál, hvorki um fyrirliðabandið né treyjuna. Alþjóðaknattspyrnusambandið vill ekki hlusta.

„Bandið er ekki pólitískt tákn. Það er ákall um að fjölbreytileikanum skuli fagna," segir Peter Bossaert, framkvæmdastjóri sambandsins í Belgíu. Hann segist hafa beðið FIFA um svör fyrir mörgum mánuðum en þau hafi aldrei komið - ekki fyrr en núna þegar mótið er hafið.

Belgíska fótboltasambandið segist ætla að skoða samband sitt við FIFA með alvarlegum augum í kjölfarið á þessu. Það ætli aðrar þjóðir líka að gera.

Sjá einnig:
„Þú þarft að skipta um bol, þetta er ekki leyfilegt"
Athugasemdir
banner
banner
banner