Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
banner
   lau 22. janúar 2022 12:42
Brynjar Ingi Erluson
Mancini ætlar að velja Balotelli í ítalska landsliðið
Roberto Mancini, þjálfari ítalska landsliðsins, ætlar að velja Mario Balotelli í næsta landsliðshóp en það er Fabrizio Romano sem segir frá þessu í dag.

Balotelli er 31 árs gamall og hefur ekki verið valinn í ítalska landsliðið síðan í október árið 2019.

Hann er í dag á mála hjá tyrkneska félaginu Adana Demirspor og hefur skorað 7 mörk í 18 leikjum í deildinni á þessari leiktíð.

Mancini er nú loks klár í að kalla hann aftur inn í landsliðið og verður hann í hópnum sem verður kynntur fyrir landsleikina í mars.

Balotelli og Mancini eiga langa sögu og afar náið samband. Hann þjálfaði hann fyrst hjá Inter og keypti hann svo til Manchester City áður en hann seldi hann til Milan árið 2013.
Athugasemdir
banner
banner