Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 22. janúar 2025 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dani stýrir Dortmund gegn Bremen
Mynd: Dortmund
Dortmund hefur gefið það út að Daninn Mike Tullberg verði á hliðarlínunni þegar Dortmund mætir Werder Bremen í þýsku Bundesligunni á laugardag.

Dortmund er í stjóraleit þar sem Nuri Sahin var rekinn í morgun eftir hræðilegt gengi að undanförnu. Dortmund er í 10. sæti deildarinnar sem er óviðunandi árangur og tapaði 2-1 gegn Bologna í Meistaradeildinni í gær sem var kornið sem fyllti mælinn.

Tullberg er 39 ára og hefur verið þjálfari U19 liðs Dortmund frá árinu 2020. Þar hefur hann m.a. þjálfað bandaríska Íslendinginn Cole Campbell sem hefur reglulega verið í aðalliðshóp Dortmund á þessu tímabili.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 18 14 3 1 56 15 +41 45
2 Leverkusen 18 12 5 1 44 24 +20 41
3 Eintracht Frankfurt 18 11 3 4 42 24 +18 36
4 Stuttgart 18 9 5 4 36 26 +10 32
5 RB Leipzig 18 9 4 5 32 27 +5 31
6 Mainz 18 8 4 6 31 23 +8 28
7 Wolfsburg 18 8 3 7 40 32 +8 27
8 Freiburg 18 8 3 7 25 34 -9 27
9 Werder 18 7 5 6 31 34 -3 26
10 Dortmund 18 7 4 7 32 31 +1 25
11 Gladbach 18 7 3 8 27 29 -2 24
12 Augsburg 18 6 4 8 21 33 -12 22
13 Union Berlin 18 5 5 8 16 24 -8 20
14 St. Pauli 18 5 2 11 14 21 -7 17
15 Hoffenheim 18 4 5 9 23 35 -12 17
16 Heidenheim 18 4 2 12 23 38 -15 14
17 Holstein Kiel 18 3 2 13 26 46 -20 11
18 Bochum 18 2 4 12 17 40 -23 10
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner