Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 22. janúar 2025 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stór miðill benti fólki á að fylgjast með Hákoni
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: EPA
Hákon Arnar Haraldsson átti góðan leik gegn Liverpool í Meistaradeildinni í gær. Hákon kom að marki Lille í leiknum og átti góðan leik.

Hákon hefur verið að leika virkilega vel með Lille að undanförnu en fyrir leikinn í gær tók The Athletic, sem er stór miðill á Bretlandseyjum, Íslendinginn fyrir í umfjöllun sinni.

Hákon Haraldsson er leikmaður til að fylgjast með," var skrifað í textalýsingu The Athletic.

„Hann er búinn að spila mjög vel og hefur skorað þrjú mörk í síðustu sex leikjum sínum. Hann mun styðja við sóknarmanninn, Jonathan David."

Eins og áður segir þá stóð Hákon sig vel í leiknum og fékk hann hrós fyrir frammistöðu sína á samfélagsmiðlum.






s
Athugasemdir
banner
banner