Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 22. febrúar 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lítur upp til Sir Bobby Robson og Eddie Howe
Sir Bobby Robson.
Sir Bobby Robson.
Mynd: Getty Images
Eddie Howe.
Eddie Howe.
Mynd: Getty Images
Julian Nagelsmann.
Julian Nagelsmann.
Mynd: Getty Images
Enski fótboltaþjálfarinn Ian Burchnall á athyglisverðan feril að baki í þjálfun.

Hann á ekki merkilegan leikmannaferil að baki og fór strax að hugsa um þjálfun. Hann fór 29 ára til Noregs sem aðstoðarþjálfari Sarpsborg og var síðar aðalþjálfari Viking í Noregi og Östersund í Svíþjóð.

Burchnall, sem er núna 38 ára, er að leita sér að næsta verkefni. Hann ræddi við Fótbolta.net um feril sinn og má lesa um það nánar hérna.

Fréttaritari spurði Burchnall út í það hvaða þjálfarar veita honum innblástur.

„Þegar ég var að alast upp þá var Sir Bobby Robson sá fyrsti sem hafði áhrif á mig þegar hann stýrði Englandi á HM í Ítalíu 1990. Bobby Robson var alltaf uppáhalds þjálfarinn minn, hvernig hann talaði og hvernig hann talaði við leikmenn. Ég fylgdist mikið með honum," sagði Burchnall.

Annar þjálfari sem Burchnall hrífst mjög af er Eddie Howe, fyrrum stjóri Bournemouth á Englandi. Howe kom Bournemouth í raun upp úr D-deild og í úrvalsdeildina.

„Eddie Howe er líka flottur, hann kom ungur inn sem þjálfari hjá Bournemouth og kom þeim alla leið upp í úrvalsdeild á meðan hann spilaði góðan fótbolta. Ég tengi við þá ferð hjá honum. Að vinna upp á við, ég tengi við það. Þeir veita mér innblástur," sagði Burchnall.

Nagelsmann einstakur
Burchnall hefur þurft að vinna með leikmönnum sem eru eldri en hann. Hann segir það ekki mikið vandamál.

„Ég varð 38 ára í síðustu viku og það eru ekki margir leikmenn núna sem eru eldri en ég," sagði Burchnall léttur. „Þegar ég var hjá Sarpsborg 29 ára gamall, þá voru nokkrir leikmenn sem voru eldri en ég, en þeir voru ekki mikið að spá í það. Ég held að flestir leikmenn dæmi þig á því sem þú gerir á hverjum degi, hvað þú gerir fyrir þá á æfingum. Leikmenn vilja verða betri og hafa áhuga á því sem þú gerir fyrir þá til þess að þeir verði betri. Ef þú ert með góðar æfingar og hjálpar þeim, þá er þeim sama um hvort þú sért 27 ára eða 77 ára. Það skiptir ekki máli."

Julian Nagelsmann þykir efnilegasti stjóri í heimi. Hann tók við Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni þegar hann var 28 ára og er núna stjóri RB Leipzig. Nagelsmann hefur fengið símtal frá Real Madrid en ákvað að hafna því þar sem honum þótti það of snemmt. Hann er í dag 33 ára. Burchnall segir að Nagelsmann sé einstakur.

„Mér finnst hann flottur, mjög góður þjálfari. Hann er búinn að fara í gegnum ferli og mér finnst hann einstakur. Það er núna í tísku að félög vilja gefa ungum þjálfurum tækifæri ef hann skyldi vera jafngóður og Nagelsmann en það er alls ekki einfalt. Hann er einstakur gæi miðað við það hversu fljótt hann náði tökum á svona stóru starfi. Hann var 28 og 29 ára að þjálfa í Bundesligunni. Það er enginn möguleiki á því að ég hefði náð að takast á við Bundesliguna á þeim aldri. Ég var á leið í norsku úrvalsdeildina þá og að læra mikið. Það er ótrúlegt að vera á því stigi á þeim aldri. Það eru ekki margir sem geta það. Hann er í hæsta gæðaflokki."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner