Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 22. febrúar 2024 16:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Tipsbladet.dk 
Áfrýjun AGF bar árangur - Mikael klár í slaginn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Mikael Neville Anderson verður klár í slaginn um helgina eftir að áfrýjun AGF bar árangur.

Mikael fékk gula spjaldið í leik liðsins gegn Vejle á dögunum fyrir að slá andstæðinginn sinn í andlitið en í ljós kom að hann snerti ekki leikmanninn.


Niðurstaðan kom í morgun og verður hann því til taks um helgina þegar liðið mætir Midtjylland en AGF er í 5. sæti deildarinnar með 29 stig en Midtjylland í 3. sæti með 35 stig.

Tipsbladet spjallaði við Mikael eftir æfingu liðsins í morgun.

„Ég átti ekki von á þessu því það þarf mikið að gerast áður en niðurstaða fæst í málið. Ég sé að það er snerting en ekki jafn mikil og hann lætur líta út fyrir en fyrst hann fer niður gæti verið erfitt að mótmæla þessu," sagði Mikael.

Uwe Rösler þjálfari AGF var ánægður með niðurstöðuna.

„Ég er mjög ánægður. Ég hef hrósað honum í fjölmiðlum og fyrir luktum dyrum því hann hefur bætt sig. Hann var frábær í leiknum gegn Vejle sem var gott að sjá. Hann skapaði mest svo ég er mjög ánægður að hann verði til taks," sagði Rösler.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner