Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 22. mars 2021 16:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Fyrsta sem ég hugsaði var að ristin á mér væri farin í tvennt"
Spennandi að fá að spila í efstu deild
Þeir tóku vel á móti manni eins og allir þórsarar gera
Þeir tóku vel á móti manni eins og allir þórsarar gera
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Leikni gegn Fylki
Í leik með Leikni gegn Fylki
Mynd: Haukur Gunnarsson
Spennandi að vinna með Sigga Höskulds
Spennandi að vinna með Sigga Höskulds
Mynd: Leiknir R
Ég hugsaði mér að ég ætti möguleika að ná lengra í fótbolta svo hann varð fyrir valinu.
Ég hugsaði mér að ég ætti möguleika að ná lengra í fótbolta svo hann varð fyrir valinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ætli ég myndi ekki segja varnarleikurinn, talandinn sem honum fylgir og svo auðvitað hellings reynsla.
Ætli ég myndi ekki segja varnarleikurinn, talandinn sem honum fylgir og svo auðvitað hellings reynsla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það sem vantaði upp á hjá okkur síðustu ár voru úrslit á móti topliðunum í deildinni.
Það sem vantaði upp á hjá okkur síðustu ár voru úrslit á móti topliðunum í deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Er nú kannski ekki þekktur fyrir markaskorun heldur
Er nú kannski ekki þekktur fyrir markaskorun heldur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ég geng ágætlega sáttur frá borði eftir sex skemmtileg og lærdómsrík ár hjá Þór
Ég geng ágætlega sáttur frá borði eftir sex skemmtileg og lærdómsrík ár hjá Þór
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er spennandi að geta fengið að spila í Pepsi Max-deildinni.
Það er spennandi að geta fengið að spila í Pepsi Max-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég þekkti vel til Donna og kom ekkert annað til greina en að fá að spila aftur undir hans stjórn.
Ég þekkti vel til Donna og kom ekkert annað til greina en að fá að spila aftur undir hans stjórn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Loftur Páll Eiríksson er 28 ára varnarmaður frá Sauðárkróki. Hann gekk í vetur í raðir Leiknis í Reykjavík eftir að hafa leikið með Þór á Akureyri síðustu sex tímabil. Loftur leikur oftast sem miðvörður en getur einnig leyst hægri bakvarðarstöðuna.

Fótbolti.net hafði samband við Loft í síðustu viku og spurði hann út í ferilinn til þessa.

Velur miðvörðinn
Hvort líður Lofti betur í miðverðinum eða bakverðinum?

„Báðar stöður eru skemmtilegar en ég vel alltaf miðvörðinn fram yfir bakvörðinn í dag," sagði Loftur.

Gaman að spila í 1. deildinni með uppeldisfélaginu
Meistaraflokksferill Lofts hófst með Tindastóli sumarið 2009. Hvernig var að koma inn í þann hóp?

„Það var auðvitað stressandi, en það voru margir flottir og reyndir leikmenn sem voru í liðinu sem voru duglegir að leiðbeina manni á þessum tíma."

Kom það Lofti á óvart á þeim tíma að hann lék fjórtán leiki í 2. deildinni?

„Já og nei. Þegar maður fær sénsinn, þá reynir maður bara að nýta hann vel og byggir síðan ofan á það."

Loftur var beðinn um að horfa á tímabilin fimm með Tindastóli og nefna bæði hápunkt og lágpunkt.

„Lágpunktarnir eru líklega að falla úr 2. deildinni árið 2009 og svo að falla úr 1. deildinni árið 2014. Svo lendi ég í slæmum meiðslum sem héldu mér frá vellinum í rúmt ár [Loftur lék ekkert árið 2011]."

„Hápunktarnir voru klárlega að spila í 1. deildinni og að hjálpa til við það að halda okkur í 1. deildinni í þrjú ár. Svo var skemmtilegt að vinna 3. deildina árið 2010."


Loftur lék ekki nokkra leiki undir lokin á tímabilinu 2010. Hvað var hann að brasa?

„Ég hætti í nokkrar vikur, ég ætlaði mér að verða körfuboltastjarna. Á þessum tíma var ég að æfa bæði fót- og körfubolta og mikið tog frá báðum deildum. Þetta voru einhverjar tvær eða þrjár vikur sem ég var ekki í fótboltanum."

Hvenær hætti Loftur í körfunni?

„Það var minnir mig fljótlega eftir Powerade-bikarinn árið 2012 og þá valdi ég fótboltann."

Gat varla mætt á körfuboltaleiki
Gat Loftur eitthvað í körfubolta? Einhverjir yngri flokka titlar eða landsliðsúrtök? Er hann ennþá að sprikla eitthvað í körfu?

„Nei, við unnum enga titla en þegar ég var 13 eða 14 ára. Ég lék sem leikstjórnandi og sprakk eiginlega ekki út þannig séð fyrr en um 17 ára aldurinn. Í dag spila ég svo á árlegur jólamóti á Króknum með æskuvinunum en nánast ekkert þess á milli."

Loftur æfði með Tindstóli, miklu körfuboltafélagi. Hver gaf grænt ljós á að velja fótboltann?

„Haha, það var eins og ég segi mikið tog á milli deilda og ég elskaði báðar íþróttir. Það var hörku bras að velja á milli en ég þurfti að velja á milli og standa við það val. Ég gat varla farið á körfuboltaleiki hjá Tindastóli fyrsta árið því mig langaði svo að byrja aftur að æfa"

Voru einhver samtöl sem hjálpuðu við valið?

„Nei, ekkert þannig, ég elskaði að spila báðir íþróttir. Ég hugsaði mér að ég ætti möguleika að ná lengra í fótbolta svo hann varð fyrir valinu."

Frá í rúmt ár vegna nárameiðsla
Loftur lék ekki leik árið 2011, hvers vegna?

„Ég var á þeim tíma að koma til baka úr endurhæfingu og byggja mig upp eftir slæm nárameiðsli. Það tók mig sirka heilt ár að vinna í gegnum þau. Ég lendi þarna í svokölluðu burnout-i, þar sem ég var búinn að keyra mig í þrot líkamlega. Ég spilaði síðustu leikina í úrslitakeppninni 2010 meiddur og lék svo ekkert aftur fyrr en tímabilið 2012."

Hitti gamla þjálfarann sinn hjá Þór
Spilaði það stóran þátt í vali Lofts að Donni var þjálfari Þórs þegar Loftur valdi að fara til Akureyrar 2015?

„Já, það spilaði auðvitað mjög stóran þátt. Ég þekkti vel til Donna og kom ekkert annað til greina en að fá að spila aftur undir hans stjórn."

Það voru sögur um að Loftur gætir farið í Fram, var það nálægt því að gerast?

„Nei, ekki svo ég viti. Ég var í skóla í bænum svo ég fékk að mæta á æfingar hjá þeim á meðan tímabilið 2014 var að klárast."

Léleg úrslit gegn toppliðunum
Var svekkjandi að ná ekki að komast upp um deild á þessum sex tímabilum með Þór?

„Já, það var klárlega svekkjandi að hafa ekki náð að gera alvöru atlögu að sæti í efstu deild."

Hvað finnst Lofti vanta svo Þór geti gert alvöru atlögu að sæti í efstu deild?

„Það sem vantaði upp á hjá okkur síðustu ár voru úrslit á móti topliðunum í deildinni. Við náðum aldrei úrslitum á móti þeim sem stimplaði okkur oftast út úr baráttunni að komast upp í efstu deild."

Var Loftur alltaf sáttur með umræðuna um sig fyrir norðan?

„Ég var nú ekki mikið að hugsa út í það. En það voru pottþétt einhverjir sem voru ekki sáttir með spilamennskuna hjá manni. En ég geng ágætlega sáttur frá borði eftir sex skemmtileg og lærdómsrík ár hjá Þór."

„Geddi Ara kenndi mér ófáar lífsreglur"
Í hverju finnst Lofti hann hafa bætt sig mest á tíma sínum hjá Þór?

„Ætli ég myndi ekki segja varnarleikurinn, talandinn sem honum fylgir og svo auðvitað hellings reynsla."

Er einhver Þórsari sem Loftur lærði meira af en annar?

„Geddi Ara kenndi mér ófáar lífsreglur."

Hvernig var að mæta í sama klefa og Jóhann Helgi Hannesson og Ármann Pétur Ævarsson eftir að hafa upplifað að mæta þeim með Stólunum?

„Það var bara skemmtilegt. Báðir ótrúlega rólegir karakterar utan vallar. Þeir tóku vel á móti manni eins og allir þórsarar gera."

Þeir Ármann og Jói eru þekktir fyrir gífurlega mikla baráttu inn á vellinum. Varð Loftur aldrei var við einhvern hund í þeim í leikjunum gegn Þór með Tindastóli?

„Nei ekkert sérstaklega frá þeim tveimur. Það var bara erfitt að spila á móti Þórsliðinu. Upp alla yngri flokka líka."

Beinskeytt í Bandaríkjunum
Loftur lék á sínum tíma með háskólaliði Vermont háskólans í Bandaríkjunum. Hvernig var að stunda nám og spila fótbolta vestanhafs?

„Það var frábær upplifun í alla staði. Mjög krefjandi en frábær lífsreynsla sem ég mæli klárlega með fyrir alla að prófa."

Hvað kom Lofti mest á óvart fótboltalega og fann hann fyrir miklum bætingum?

„Það var hversu ótrúlega beinskeyttur fótboltinn var þarna úti. Já, ég bætti mig helling á þessu tímabili. Þetta fer allt í reynslubankann sem maður er alltaf að nýta sér."

Ekkert mark sem kemst nálægt 'öskraranum'
Loftur hefur skorað fimm mörk í deild og bikar á ferlinum. Þrjú þeirra komu á tíma hans hjá Þór. Fyrsta markið hans er líklega það besta þegar hann smellhitt'ann gegn HK. Er Loftur sammála því?

„Já, það er klárlega það besta á ferlinum. Er nú kannski ekki þekktur fyrir markaskorun heldur," sagði Loftur og hló.

„En það er ekkert mark sem kemst nálægt því."

Sögur 2019 að þú gætir verið á förum frá félaginu Þór eftir það tímabil, varstu nálægt því að fara annað?

„Ég frétti ekkert að því. Ég var ennþá samningsbundinn Þór á þeim tíma."

„Fyrsta sem ég hugsaði var að ristin á mér væri farin í tvennt"
Loftur lenti í hræðilegum meiðslum eftir tæklingu í leik sumarið 2019 . Hvernig upplifði Loftur þessa tæklingu?

„Úff, ég veit ekki hvernig ég ætti að lýsa því. Ég var bara að reyna að ná boltanum og koma okkur í skyndisókn. Það fór sem fór."

Sá hann Hrein, fyrirliða Þróttar, koma?

„Ég var meðvitaður að það væri leikmaður fyrir framan mig, en sá ekki þetta gerast."

Þegar Loftur lá í grasinu áttaði hann sig á því hversu alvarleg meiðslin voru?

„Fyrsta sem ég hugsaði var að ristin á mér væri farin í tvennt. En ég gerði mér ekkert grein fyrir hversu alvarlegt það getur verið að fá svona áverka. Enda erfitt að ná að hugsa út í svoleiðis þegar maður er svona þjáður. Þá bara vonar maður það besta."

Hvaða tilfinningar upplifði Loftur þegar hann áttaði sig á því að tímabilið 2019 væri búið fyrir hann?

„Þær voru glataðar, það var ömurlegt að þurfa að vera upp í stúku allt tímabilið."

Hvernig voru hugsanirnar með framhaldið?

„Ég hugsaði bara um að reyna að komast aftur á völlinn sem allra fyrst!"

Hafði Hreinn samband við Loft eftir þetta?

„Hann sendi á mig skilaboð kvöldið eftir leikinn og tók stöðuna á mér. Hann hringdi svo líka í mig, þegar ég var búinn að fara í myndatöku og það kemur í ljós að tímabilið sé búið hjá mér."

Ein af áskorunum sem þarf að sigrast á
Hvernig gekk endurhæfingin?

„Í heildina litið þá gekk hún mjög vel. Hún var rosalega krefjandi og var þetta mikil þolinmæðisvinna. Ég er í raun ekkert ennþá laus við þessa endurhæfingu. Ég þarf að viðhalda styrkleika og liðleika í kringum ökklann og í kálfunum til að halda mér góðum."

Lærði Loftur eitthvað á því ferli öllu?

„Já, klárlega. Maður er alltaf að öðlast þekkingu í því sem maður er að gera. Þetta var bara ein önnur áskorun sem maður vildi sigrast á."

Spennandi að spila í efstu deild með hörku þjálfara
Hvers vegna tekur Loftið skrefið núna og fer í Leikni?

„Ég var fluttur suður og ákvað að heyra í Sigga og tjékka á honum hvort ég mætti fá að kíkja á æfingar með þeim og ég byrjaði að æfa með þeim um miðjan desember."

Spennandi að spila í efstu deild?

„Já, það er klárlega markmið flestra að geta spilað í efstu deild. Svo það er spennandi að geta fengið að spila í Pepsi Max-deildinni."

Er spennandi að fá að vinna með Sigga Höskulds?

„Já, ég er mjög spenntur fyrir því að vinna með Sigga Höskulds. Hörku þjálfari þar á ferð," sagði Loftur að lokum.
Athugasemdir
banner