Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 22. mars 2021 17:00
Elvar Geir Magnússon
Zlatan lofar að vera framúrskarandi með Svíþjóð
Zlatan lofar að vera framúrskarandi með Svíþjóð.
Zlatan lofar að vera framúrskarandi með Svíþjóð.
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic segist hafa lofað Janne Andersson landsliðsþjálfara Svíþjóðar að hann yrði framúrskarandi fyrir sænska landsliðið.

„Nú þarf ég bara að standa við loforðið," segir hinn 39 ára Zlatan.

„Við funduðum saman tveir í herbergi og ræddum um allt. Þetta var jákvæður fundur þar sem við settum allt upp á borðið og völdum á endanum það sem er best fyrir Svíþjóð."

„Við vitum báðir hvað er best fyrir landsliðið og núna sit ég hér fyrir framan ykkur fjölmiðlamenn. Ég er ekki hérna því ég heiti Zlatan Ibrahimovic heldur vegna þess að ég á skilið að vera hérna."

„Allt sem ég hef gert áður skiptir engu máli. Ég er í góðu standi. Ég vil taka þátt og ég tel að ég hef enn ýmislegt fram að færa fyrir landsliðið. Ég er bara hluti af púsluspilinu. Ef þú spyrð mig þá er ég besti leikmaður heims en það hjálpar ekki hér. Ég vil miðla af reynslu minni og hef lofað þjálfaranum að að vera framúrskarandi, nú þarf ég bara að standa við loforðið."

Zlatan verður númer 11 í sænska landsliðinu en hann þurfti að fá grænt ljós frá Alexander Isak til að fá númerið. „Ég spurði Alexander hvort ég gæti fengið treyju númer ellefu. Hann sagði að það væri í lagi ef hann myndi fá númerið aftur eftir sex eða sjö ár," segir Zlatan hlæjandi.

Svíþjóð er að fara að mæta Georgíu og Kosóvó í B-riðli undankeppninnar og mun svo klára þennan landsleikjaglugga á vináttulandsleik gegn Eistlandi þann 31. mars.
Athugasemdir
banner
banner