Nágrannafélög berjast um Wharton - Osimhen gæti verið áfram á Ítalíu - Zidane til Juventus?
   lau 22. mars 2025 11:05
Hafliði Breiðfjörð
Spáni
Benóný Breki fór í góða tæklingu en endaði með miklar umbúðir
Benóný Breki eftir leik.
Benóný Breki eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benóný Breki Andrésson framherji U21 árs landsliðsins fór af velli í hálfleik þegar liðið vann 3 - 0 sigur á Ungverjalandi í æfingaleik á Pinatar á Spáni í gær.

Hann hafði farið í góða tæklingu og náði boltanum af einum Ungverjanum en í látunum tóks honum að rispa sköflunginn á hinum fætinum endilöngum.

Hann fékk smá umbúðir til að klára hálfleikinn en var svo skipt af velli fyrir Hinrik Harðarson í hálfleik.

Þegar hann kom út úr klefanum í hálfleik mátti sjá að umbúðirnar höfðu stækkað verulega enda sárin mikil.

Myndir af þessu eru að neðan.
Athugasemdir
banner