Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fim 22. apríl 2021 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stjórnendur Ofurdeildarfélaganna reknir úr nefndum
Enska úrvalsdeildin ætlar að refsa félögunum sex sem vildu stofna evrópska Ofurdeild en hafa öll dregið sig til baka.

Einn liður í þeirri refsingu er að minnka völd félaganna í úrvalsdeildinni með að fjarlægja framkvæmdastjórana úr hinum ýmsu nefndum innan deildarinnar.

Úrvalsdeildin ætlar að skipta Ed Woodward, Tom Werner, Bruce Buck, Vinai Venkatesham og Ferrari Soriano úr stöðum sínum í nefndum úrvalsdeildarinnar. Þetta eru framkvæmdastjórar, forsetar og stjórnarformenn stærstu félaga ensku deildarinnar.

Smærri félög munu því fá sína fulltrúa inn í hinar ýmsu nefndir og verður áhugavert að sjá hvaða breytingar það gæti haft í för með sér.
Athugasemdir
banner