Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   mán 22. apríl 2024 20:17
Elvar Geir Magnússon
Adam brattur þrátt fyrir að fá ekki traustið: Hjálpar ekki að vera reiður eða dapur
Adam Ingi Benediktsson.
Adam Ingi Benediktsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrátt fyrir meiðsli Anders Kristiansen og Pontus Dahlberg markvarða Gautaborgar hefur íslenski U21 landsliðsmarkvörðurinn Adam Ingi Benediktsson ekki fengið traustið hjá sænska félaginu.

„Það hjálpar ekki að vera reiður eða dapur," segir Adam við FotbollDirekt.

Í fyrra var Adam varamarkvörður fyrir Dahlberg en þegar Dahlbeg meiddist þá fékk sænska félagið Kristiansen á láni. Nýlega meiddist Kristiansen líka og þrátt fyrir það þá treystir Gautaborg ekki á Adam og hinn átján ára gamli Elis Bishesari hefur verið látinn spila.

„Mitt starf er að gera mitt besta á æfingum og hjálpa Elis eins og ég get. Margir væru reiðir en það hjálpar ekkert," segir Adam og segist ekki velta sér upp úr því af hverju þjálfarinn vilji ekki nota hann.

„Ég tek því hlutverki sem mér er ætlað, hvort sem það er á bekknum eða upp í stúku. Ég þarf ekki að fá neina skýringu. Ég bara vinn að því að verða betri."

Jens Berthel Askou þjálfari Gautaborgar hrósar hugarfari Adams. Hann segir að hann sé að verða betri og betri í að spila boltanum með fótunum en þurfi enn að bæta sig í ákvarðanatökum.

„Á sama tíma þarf hann að vera þolinmóður. Hann er ungur markvörður sem hefur ekki spilað mikinn aðalliðsfótbolta. Hann er líflegur, kraftmikill og jákvæður og leggur mikið á sig," segir Askou.

Samningur Adams við Gautaborg rennur út eftir tímabilið. Hann hefur alls leikið tíu landsleiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af sex U21 landsleiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner