Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 22. apríl 2024 16:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Framarar gefast ekki upp - Aftur í viðræður við FH
Haraldur Einar
Haraldur Einar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Fram sumarið 2021 þegar liðið flaug upp úr Lengjudeildinni.
Í leik með Fram sumarið 2021 þegar liðið flaug upp úr Lengjudeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net haldið áfram tilraunum sínum í að fá Harald Einar Ásgrímsson í sínar raðir. Fram bauð í Harald fyrr í vetur en FH hafnaði tilboðinu.

Haraldur er leikmaður FH en hann gekk í raðir félagsins frá Fram fyrir tímabilið 2022. Vinstri bakvörðurinn lék með Fram, Álftanesi og Haukum í yngri flokkunum en hefur lengst af á sínum ferli verið hjá Fram.

Haraldur er 23 ára og hefur hann komið inn á sem varamaður í fyrstu þremur leikjunum í Bestu deildinni og samtals eru mínúturnar ekki margar. Á síðasta tímabili kom hann við sögu í 24 af 27 leikjum FH í Bestu deildinni. Samningur hans við FH rennur út eftir tímabilið.

Böðvar Böðvarsson er fyrsti kostur FH í bakvarðarstöðuna og FH er einnig með þann möguleika að geta nýtt Ólaf Guðmundsson í bakverðinum.

Framarar hafa spilað með vængbakverði í upphafi móts og hefur Már Ægisson verið í vinstri vængbakverðinum.

Félagaskiptaglugginn lokar á miðvikudagskvöldið.
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner