
Afturelding er búin að krækja sér í nýjan markvörð sem kemur á lánssamningi frá stórveldi Vals.
Esther Júlía Gustavsdóttir er gengin til liðs við Mosfellinga en hún er fædd 2005 og varði mark ÍR í Lengjudeildinni í fyrra.
Esther Júlía á leiki að baki fyrir Grindavík og Keflavík, auk þess að hafa spilað tvo leiki með Val í Lengjubikarnum í vetur.
Nú fær hún tækifæri með Aftureldingu sem endaði í sjöunda sæti í fyrra og fékk 30 mörk á sig í 18 leikjum.
ÍR var með langverstu vörnina í Lengjudeildinni í fyrra. Breiðhyltingar enduðu í neðsta sæti og fengu 55 mörk á sig.
Athugasemdir