Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
   þri 22. apríl 2025 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bernardo Silva settur á sölulista
Man City telur sig geta fengið um 30 til 40 milljónir punda fyrir Bernardo Silva í sumar, en leikmaðurinn er ekki talinn áhugasamur um að skipta yfir til Sádi-Arabíu þrátt fyrir ótrúlega tekjumöguleika þar.
Man City telur sig geta fengið um 30 til 40 milljónir punda fyrir Bernardo Silva í sumar, en leikmaðurinn er ekki talinn áhugasamur um að skipta yfir til Sádi-Arabíu þrátt fyrir ótrúlega tekjumöguleika þar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sky í Frakklandi greinir frá því að Bernardo Silva sé ekki lengur í byrjunarliðsáformum Pep Guardiola hjá Manchester City. Miðjumaðurinn sókndjarfi er til sölu en hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.

Bernardo verður 31 árs í sumar og mun yfirgefa Man City eftir átta ára dvöl hjá félaginu, síðan hann var keyptur frá Mónakó sumarið 2017.

Hann hefur spilað 397 leiki fyrir City og unnið ensku úrvalsdeildina sex sinnum og Meistaradeildina einu sinni, auk þess að sigra FA bikarinn, deildabikarinn, HM félagsliða og samfélagsskjöldinn.

Bernardo Silva mun því yfirgefa Manchester í sumar ásamt Kevin De Bruyne enda eru kynslóðaskipti í gangi hjá stórveldinu. Talið er að líklegasti áfangastaður Bernardo sé Benfica þar sem hann myndi fá þriggja ára samning.

Það er þó óljóst hversu háa upphæð Man City vill fá fyrir leikmanninn, en félög í Sádi-Arabíu eru sögð vera áhugasöm um að festa kaup á honum ásamt Barcelona og Benfica.

Talið er að Bernardo hafi þó ekki mikinn áhuga á að skipta yfir til Sádi-Arabíu.

Bernardo er búinn að skora 3 mörk og gefa 4 stoðsendingar í 42 leikjum á tímabilinu sem er ekki jafn gott og í fyrra, þegar hann kom í heildina að 22 mörkum í 49 leikjum.
Athugasemdir
banner