Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
   þri 22. apríl 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Man City mætir Aston Villa í mikilvægum slag
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er einn leikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Manchester City tekur á móti Aston Villa í hörkuslag í Meistaradeildarbaráttunni.

Ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City sitja í síðasta Meistaradeildarsætinu sem stendur en eru einungis einu stigi fyrir ofan Aston Villa og Chelsea.

Það ríkir því gríðarleg eftirvænting fyrir þessa viðureign en lærisveinar Unai Emery í liði Villa eru á frábæru skriði í úrvalsdeildinni, þar sem þeir eru komnir með fimm sigra í röð.

Til samanburðar er Man City búið að sigra þrjá af síðustu fimm leikjum sínum, og gera tvö jafntefli.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 og er Man City án Ederson, Nathan Aké, John Stones, Rodri og Erling Haaland vegna meiðsla.

Leikur kvöldsins:
19:00 Man City - Aston Villa
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 33 24 7 2 75 31 +44 79
2 Arsenal 33 18 12 3 61 27 +34 66
3 Nott. Forest 33 18 6 9 53 39 +14 60
4 Newcastle 33 18 5 10 62 44 +18 59
5 Man City 33 17 7 9 64 42 +22 58
6 Chelsea 33 16 9 8 58 40 +18 57
7 Aston Villa 33 16 9 8 53 47 +6 57
8 Bournemouth 33 13 10 10 52 40 +12 49
9 Fulham 33 13 9 11 48 45 +3 48
10 Brighton 33 12 12 9 53 53 0 48
11 Brentford 33 13 7 13 56 50 +6 46
12 Crystal Palace 33 11 11 11 41 45 -4 44
13 Everton 33 8 14 11 34 40 -6 38
14 Man Utd 33 10 8 15 38 46 -8 38
15 Wolves 33 11 5 17 48 61 -13 38
16 Tottenham 33 11 4 18 61 51 +10 37
17 West Ham 33 9 9 15 37 55 -18 36
18 Ipswich Town 33 4 9 20 33 71 -38 21
19 Leicester 33 4 6 23 27 73 -46 18
20 Southampton 33 2 5 26 24 78 -54 11
Athugasemdir
banner
banner