Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
   þri 22. apríl 2025 09:30
Elvar Geir Magnússon
Romero hugsar sér til hreyfings
Mynd: EPA
Argentínski varnarmaðurinn Cristian Romero virðist vera tilbúinn að yfirgefa Tottenham eftir tímabilið.

Romero er einn besti leikmaður Tottenham en eins og fleiri í liðinu hafa meiðsli leikið hann grátt á þessu tímabili.

Atletico Madrid er meðal félaga sem hafa sýnt honum áhuga og miðað við nýtt viðtal við Romero virðist hann hugsa sér til hreyfings.

„Við erum í undanúrslitum Evrópudeildarinnar og ég vil klára tímabilið á góðan hátt. Eftir það sjáum við hvað gerist. Ég einbeiti mér að því að bæta mig og horfi til nýrra staða þar sem ég get haldið áfram að þróast," sagði Romero í umræddu viðtali.

Tottenham hefur átt erfitt tímabil og er í sextánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið er að fara að mæta Bodö/Glimt í undanúrslitum Evrópudeildarinnar en sigur í þeirri keppni gefur Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner