Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 22. apríl 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - Barcelona mætir aftur til leiks
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það eru tveir leikir á dagskrá í efstu deild spænska boltans í dag, þar sem Barcelona mætir til leiks í annað sinn á þremur dögum.

Börsungar taka á móti Mallorca og er þetta níundi leikur liðsins á þremur og hálfum vikum. Tíundi leikurinn verður svo úrslitaleikur konungsbikarsins gegn Real Madrid, nákvæmlega fjórum vikum eftir fyrsta leik eftir síðasta landsleikjahlé.

Þjálfarateymi, leikmenn og stjórnendur Barcelona hafa kvartað sárann undir þessu leikjaálagi en liðið virðist vera svo gott sem óstöðvandi og er komið með sjö sigra, eitt jafntefli og eitt tap í þessum níu leikjum. Tapleikurinn var á útivelli gegn Borussia Dortmund og skipti engu máli.

Barca er með fjögurra stiga forystu á toppi La Liga, þegar sex umferðir eru eftir. Mallorca verður erfiður andstæðingur þar sem spútnik lið tímabilsins er í Evrópusæti sem stendur.

Valencia og Espanyol mætast einnig í dag. Liðin eru jöfn á stigum í neðri hluta deildarinnar - þó aðeins fimm stigum frá Evrópubaráttunni.

Leikir dagsins:
17:00 Valencia - Espanyol
19:30 Barcelona - Mallorca
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 35 26 4 5 95 36 +59 82
2 Real Madrid 35 23 6 6 72 37 +35 75
3 Atletico Madrid 35 20 10 5 60 27 +33 70
4 Athletic 35 17 13 5 51 26 +25 64
5 Villarreal 35 17 10 8 61 47 +14 61
6 Betis 35 16 10 9 53 43 +10 58
7 Celta 35 14 7 14 55 54 +1 49
8 Vallecano 35 12 11 12 37 42 -5 47
9 Mallorca 35 13 8 14 33 40 -7 47
10 Osasuna 35 10 15 10 43 51 -8 45
11 Valencia 35 11 12 12 43 51 -8 45
12 Real Sociedad 35 12 7 16 32 41 -9 43
13 Getafe 35 10 9 16 31 34 -3 39
14 Espanyol 35 10 9 16 38 47 -9 39
15 Sevilla 35 9 11 15 39 49 -10 38
16 Girona 35 10 8 17 41 53 -12 38
17 Alaves 35 8 11 16 35 47 -12 35
18 Leganes 35 7 13 15 35 53 -18 34
19 Las Palmas 35 8 8 19 40 57 -17 32
20 Valladolid 35 4 4 27 26 85 -59 16
Athugasemdir
banner
banner