Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
   þri 22. apríl 2025 12:20
Elvar Geir Magnússon
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svona verða 16-liða úrslitin: Stjarnan fer í Akraneshöllina
Það var óbærilegur léttleiki á drættinum.
Það var óbærilegur léttleiki á drættinum.
Mynd: KSÍ
Keppni í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla var spiluð um páskana. Dregið var í 16-liða úrslit í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í dag og var drátturinn í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Fjórir innbyrðis leikir Bestu deildarliða komu upp úr pottinum.

Svona var drátturinn
Keflavík - Víkingur Ó.
Selfoss - Þór
ÍA - Afturelding
Valur - Þróttur
Kári - Stjarnan
Breiðablik - Vestri
KR - ÍBV
KA - Fram

16-liða úrslitin verða leikin 14. og 15. maí.
12:15
Og þar með er þessum drætti lokið. Ég þakka samfylgdina.

Eyða Breyta
12:15
KEFLAVÍK - VÍKINGUR Ó.


Eyða Breyta
12:14
Keflavík spilar heima. Og þá er bara ein kúla eftir.

Eyða Breyta
12:14
SELFOSS - ÞÓR
Lengjudeildarslagur!

Eyða Breyta
12:14
Selfyssingar fá að spila heima.

Eyða Breyta
12:13
ÍA - AFTURELDING
Mosfellingar fara upp á Skaga.

Eyða Breyta
12:13
ÍA spilar heima.

Eyða Breyta
12:12
VALUR - ÞRÓTTUR R.
Þróttarar fara á Hlíðarenda.

Eyða Breyta
12:12
Valsmenn fá heimaleik.

Eyða Breyta
12:12
KÁRI - STJARNAN
Skemmtilegt!

Eyða Breyta
12:11
Kári fær heimaleik í Akraneshöllinni. Núna verður spennandi að sjá.

Eyða Breyta
12:11
BREIÐABLIK - VESTRI
Ekkert nema Bestu deildarlið komin upp úr kúlunum.

Eyða Breyta
12:10
Blikar fá heimaleik. Þeir ætla sér í bikarævintýri í sumar.

Eyða Breyta
12:10
KR - ÍBV
Annar Bestu deildar slagur.

Eyða Breyta
12:10
KR fær heimaleik.

Eyða Breyta
12:09
KA - FRAM
Þetta verður mjög svo áhugaverður leikur.

Eyða Breyta
12:09
KA fær heimaleik.

Eyða Breyta
12:06
Jæja, Birkir Sveins mættur upp á svið. Þá förum við að rúlla.

Eyða Breyta
12:02
Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugs mættur í hús. Hann heilsar sínum gamla kollega, Óskari Hrafni, við veitingaborðið.

Eyða Breyta
11:51
Þá er maður mættur í Laugardalinn. Hér eru dýrindis veitingar í boði MS. Allir léttir, ljúfir og kátir. Mikil eftirvænting fyrir drættinum sem fer senn að hefjast.

Eyða Breyta
11:35
Stutt í dráttinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Birkir Sveinsson hefur að sjálfsögðu yfirumsjón með drættinum. Hinn íslenski Marchetti. Óumdeilanlega bestur landsmanna að draga.

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson er okkar maður á staðnum og hann færir okkur lifandi uppfærslur úr Laugardalnum.

Eyða Breyta
10:43
Bikarinn var fyrirferðamikill í útvarpsþættinum
   19.04.2025 14:26
Útvarpsþátturinn - Mjólkin býður upp á það óvænta


Eyða Breyta
10:42
Adam Páls skoraði í endurkomunni


Eyða Breyta
10:41
Þórsarar lögðu ÍR-inga í Boganum


Eyða Breyta
10:39
Már Ægisson skaut Fram áfram
Fram vann 1-0 sigur gegn FH í úrvalsdeildarslag.



Eyða Breyta
10:38
KR skoraði ellefu gegn KÁ
Hinn ungi og efnilegi Alexander Rafn Pálmason fékk skráða þrennu í leiknum þó eitt af mörkunum hafi nú verið sjálfsmark.



Eyða Breyta
10:36
Mikið stuð í bikarnum
Það voru margir skemmtilegir leikir í 32-liða úrslitum. Stjarnan vann 5-3 sigur gegn Njarðvík í framlengdum leik og Vestri sló HK út í vítakeppni svo eitthvað sé nefnt.

   18.04.2025 22:19
Sjáðu bikarmörkin: Markasúpur og þrír framlengdir leikir


Eyða Breyta
10:34
Víkingur R. ekki í pottinum!
Víkingur Reykjavík, sem eignaði sér þessa keppni um tíma, er ekki í pottinum í dag enda fékk liðið skell gegn ÍBV á Skírdag! Það verður þó Víkingur í pottinum en það er 2. deildarliðið frá Ólafsvík.

   17.04.2025 18:40
Sjáðu mörk ÍBV sem stútaði Víkingi - „Er að koma ÍBV í draumalandið“


Eyða Breyta
10:33
Spenna á Akranesi
Það verður væntanlega góður lestur á þessa lýsingu frá Akranesi enda tvö lið þaðan í pottinum. Auk ÍA er það 2. deildarliðið Kári sem gerði sér lítið fyrir og sló út Fylki.

   17.04.2025 17:16
Sjáðu mörkin: Þrjú mörk og þrjú rauð í óvæntum úrslitum á Akranesi


Eyða Breyta
10:19
Óbærilegur léttleiki
Mynd: Berglind Rögnvaldsdóttir

Það verða stjörnur sem aðstoða við dráttinn í dag en það eru Ólafur Ásgeirsson og Starkaður Pétursson, leikarar úr sýningunni Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.

Sýningin er að sögn þeirra félaga sérstaklega langlíf og hefur verið sýnd á þremur leikárum, og þess má geta að hún uppfærist í takt við breytingar í knattspyrnuheiminum. Við þetta má bæta að Ólafur er KR-ingur og Starkaður er Valsari og lið þeirra beggja verða í pottinum þegar dregið verður.

Fótbolti.net mælir hiklaust með þessari sýningu.

Eyða Breyta
10:15
Góðan og gleðilegan!
Að venju verður það mótastjóri KSÍ, Birkir Sveinsson, sem stýrir drættinum en hann hefst rétt upp úr klukkan 12.

16-liða úrslitin verða leikin 14. og 15. maí og þetta er liðin sem verða í pottinum í dag.

Afturelding
Breiðablik
Fram
ÍA
ÍBV
KA
Kári
Keflavík
KR
Selfoss
Stjarnan
Valur
Vestri
Víkingur Ó.
Þór
Þróttur R.

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner