Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
   þri 22. apríl 2025 11:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þórsarar mega spila eins lengi í Boganum og þeir vilja
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd af VÍS vellinum fyrir tveimur árum síðan, nánast upp á dag.
Mynd af VÍS vellinum fyrir tveimur árum síðan, nánast upp á dag.
Mynd: Aðsend
Þórsarar munu spila fyrstu heimaleiki sína í Lengjudeildinni inni í Boganum á Akureyri en búið er að skrá fyrstu sjö heimaleiki liðsins í Boganum.

Ef það gengur eftir verða Þórsarar inni í Boganum fram yfir miðjan júlí.

VÍS völlurinn er heimavöllur Þórs, en hann er grasvöllur sem bæði Þór og Þór/KA spila sína heimaleiki. Völlurinn náði sér aldrei almennilega síðasta sumar og voru gæði leikjanna á þeim velli ekki nógu góð, m.a. vegna aðstæðna.

„Við erum allavega komnir með leyfi til þess að ráða hvenær við förum út. Hvenær það verður vitum við ekki. Við þurfum að skoða hvernig völlurinn kemur undan vetri. Það hefur verið þannig að við höfum, að okkar mati, verið sendir fullsnemma út á völlinn, hann hefur ekki verið tilbúnir og ekki náð sér. Við allavega geymum völlinn, vinnum í honum og sjáum hvernig þetta þróast," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, við Fótbolta.net um helgina.

Á Þórsvæðinu eru framkvæmdir í gangi, fyrir utan Bogann og við hlið VÍS vallarins á að koma gervigrasvöllur og stúka. Siggi var spurður hvort að Þórsarar gætu spilað inn í Boganum þar til sá völlur yrði tilbúinn.

„Það gæti vel verið, ef menn verða fljótir með gervigrasið, þá gæti það endað þannig," sagði SIggi.

Einungis fyrstu tveir heimaleikir Þórs/KA, leikurinn gegn Tindastóli í gær og svo leikurinn gegn FH í 4. umferð, eru skráðir inni í Boganum. Í 7. umferð Bestu deildar kvenna, 24. maí, er áætlað að Þór/KA spili sinn fyrsta leik á VÍS vellinum.
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Athugasemdir
banner
banner
banner