Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
   lau 22. maí 2021 19:06
Stefán Marteinn Ólafsson
Grétar Snær: Geggjaður sigur, Skyldusigur
Grétar Snær Gunnarsson leikmaður KR.
Grétar Snær Gunnarsson leikmaður KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR gerðu góða ferð í Kaplaklika þegar þeir heimsóttu FH í lokaleik 5.umferðar Pepsi Max deildar karla í dag.

KR hafði fyrir leikinn ekki tapað á útivelli síðan 2019 og átti það ekki eftir að breytast í dag en þeir sigruðu FH 0-2 með mörkum frá Ægir Jarl Jónassyni og Pálma Rafn Pálmasyni.

„Mjög góð. Geggjaður sigur, Skyldusigur." Sagði Grétar Snær Gunnarsson leikmaður KR aðspurður um tilfininguna eftir leikinn.

Lestu um leikinn: FH 0 -  2 KR

KR voru virkilega þéttir í leiknum og gáfu FH lítil sem enginn færi á sig og var því ekki síst að þakka góðu hafsentapari KR að þakka.
„Miðað við síðustu leiki þá höfum við verið að fá smá af mörkum á okkur þannig að þetta var bara geðveikt."

„Baráttan og allt þetta basic grunnvinna. Við skoruðum fyrsta markið og það hjálpaði okkur og við gátum aðeins legist niður og þá vorum við með þetta þannig það var myndi ég segja það". Sagði Grétar Snær aðspurður um hvað það hafi verið sem hafi klárað fyrir þá leikinn.

Síðari hluta fyrri hálfleiks sóttu FH stíft á KR en Grétar Snær og Finnur Tómas bundu saman vörn KR vel. Rúnar vildi þó fá meira frá liðinu í hálfleik.
„Hann vildi aðeins stíga á þá. Við vorum komnir svolítið niður og þá vorum við nátturlega með vindinn á okkur og það var erfitt að spila á okkur þannig en svo þegar við vorum með hann í seinni þá var auðveldara að stíga á þá og pressa og láta þá gera mistök."

Grétar Snær Gunnarsson spilaði gegn uppeldisfélagi sínu þar sem hann steig sín fyrstu skref í meistaraflokk og fannst honum ekki leiðinlegt að sigra uppeldisfélagið.
„Já kannski smá er það ekki? Er ekki í lagi að segja það? Ég held það klárlega."

Nánar er rætt við Grétar Snær Gunnarsson í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner