KR gerðu góða ferð í Kaplaklika þegar þeir heimsóttu FH í lokaleik 5.umferðar Pepsi Max deildar karla í dag.
KR hafði fyrir leikinn ekki tapað á útivelli síðan 2019 og átti það ekki eftir að breytast í dag en þeir sigruðu FH 0-2 með mörkum frá Ægir Jarl Jónassyni og Pálma Rafn Pálmasyni.
„Mjög góð. Geggjaður sigur, Skyldusigur." Sagði Grétar Snær Gunnarsson leikmaður KR aðspurður um tilfininguna eftir leikinn.
KR hafði fyrir leikinn ekki tapað á útivelli síðan 2019 og átti það ekki eftir að breytast í dag en þeir sigruðu FH 0-2 með mörkum frá Ægir Jarl Jónassyni og Pálma Rafn Pálmasyni.
„Mjög góð. Geggjaður sigur, Skyldusigur." Sagði Grétar Snær Gunnarsson leikmaður KR aðspurður um tilfininguna eftir leikinn.
Lestu um leikinn: FH 0 - 2 KR
KR voru virkilega þéttir í leiknum og gáfu FH lítil sem enginn færi á sig og var því ekki síst að þakka góðu hafsentapari KR að þakka.
„Miðað við síðustu leiki þá höfum við verið að fá smá af mörkum á okkur þannig að þetta var bara geðveikt."
„Baráttan og allt þetta basic grunnvinna. Við skoruðum fyrsta markið og það hjálpaði okkur og við gátum aðeins legist niður og þá vorum við með þetta þannig það var myndi ég segja það". Sagði Grétar Snær aðspurður um hvað það hafi verið sem hafi klárað fyrir þá leikinn.
Síðari hluta fyrri hálfleiks sóttu FH stíft á KR en Grétar Snær og Finnur Tómas bundu saman vörn KR vel. Rúnar vildi þó fá meira frá liðinu í hálfleik.
„Hann vildi aðeins stíga á þá. Við vorum komnir svolítið niður og þá vorum við nátturlega með vindinn á okkur og það var erfitt að spila á okkur þannig en svo þegar við vorum með hann í seinni þá var auðveldara að stíga á þá og pressa og láta þá gera mistök."
Grétar Snær Gunnarsson spilaði gegn uppeldisfélagi sínu þar sem hann steig sín fyrstu skref í meistaraflokk og fannst honum ekki leiðinlegt að sigra uppeldisfélagið.
„Já kannski smá er það ekki? Er ekki í lagi að segja það? Ég held það klárlega."
Nánar er rætt við Grétar Snær Gunnarsson í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir