Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. maí 2022 19:51
Brynjar Ingi Erluson
Alisson og Ederson deila gullhanskanum
Ederson með verðlaunin og titilinn
Ederson með verðlaunin og titilinn
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Brasilíusmennirnir, Alisson Becker og Ederson, fengu fæst mörk á sig í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið og deila því gullhanskanum í ár.

Fyrir lokaumferðina hafði Ederson aðeins fengið á sig 21 mark í deildinni á meðan Alisson hafði fengið 23 mörk á sig.

Ederson hleypti þremur mörkum á sig á móti Aston Villa í dag á meðan Alisson fékk eitt á sig í 3-1 sigri á Wolves.

Þeir fengu því báðir 24 mörk á sig á tímabilinu og héldu báðir hreinu í 20 leikjum.

Ederson spilaði 37 leiki en hann missti af einum leik gegn Burnley á meðan Alisson spilaði 36 leiki og missti af leikjum gegn Watford og Chelsea.

Þeir deila því gullhanskanum þetta árið. Ederson hefur unnið gullhanskann þrisvar en Alisson tvisvar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner