Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   sun 22. maí 2022 19:51
Brynjar Ingi Erluson
Alisson og Ederson deila gullhanskanum
Brasilíusmennirnir, Alisson Becker og Ederson, fengu fæst mörk á sig í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið og deila því gullhanskanum í ár.

Fyrir lokaumferðina hafði Ederson aðeins fengið á sig 21 mark í deildinni á meðan Alisson hafði fengið 23 mörk á sig.

Ederson hleypti þremur mörkum á sig á móti Aston Villa í dag á meðan Alisson fékk eitt á sig í 3-1 sigri á Wolves.

Þeir fengu því báðir 24 mörk á sig á tímabilinu og héldu báðir hreinu í 20 leikjum.

Ederson spilaði 37 leiki en hann missti af einum leik gegn Burnley á meðan Alisson spilaði 36 leiki og missti af leikjum gegn Watford og Chelsea.

Þeir deila því gullhanskanum þetta árið. Ederson hefur unnið gullhanskann þrisvar en Alisson tvisvar.


Athugasemdir
banner