Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. maí 2022 18:19
Brynjar Ingi Erluson
Ráðist á markvörð Villa í fagnaðarlátunum - „Þurfið að beina þessari spurningu að Pep og Man City"
Robin Olsen
Robin Olsen
Mynd: Getty Images
Sænski markvörðurinn Roben Olsen varð fyrir árás af höndum stuðningsmanna Manchester City eftir 3-2 tapið á Etihad í dag en Steven Gerrard, stjóri Aston Villa, er allt annað en sáttur með þessa hegðun.

Villa var 2-0 yfir þegar fimmtán mínútur voru eftir en City kom til baka og vann leikinn.

Englandsmeistaratitillinn því tryggður og eftir leik stormuðu stuðningsmenn inn á völlinn.

Olsen, markvörður Villa, varð fyrir árás af höndum stuðningsmanna City, en þetta hefur verið að gerast reglulega í enska boltanum síðustu vikuna.

Stuðningsmaður Nottingham Forest skallaði Billy Sharp í umspili í B-deildinni og þá áreitti stuðningsmaður Everton franska stjórann Patrick Vieira eftir leik liðsins gegn Crystal Palace sem endaði með því að Vieira felldi stuðningsmanninn. Samskonar atvik hafa líka verið að eiga sér stað í umspilinu í neðri deildunum.

Gerrard var spurður hvort að leikmennirnir hafi komist öruggir af vellinum en svarið var einfalt við þeirri spurningu.

„Nei er svarið við þessari spurningu. Það var ráðist á markvörðinn minn. Ég held að það ætti að beina þessum spurningum að Pep og Manchester City. Við ætlum að athuga með Olsen," sagði Gerrard eftir leikinn.

Málið er komið á borð lögreglunnar í Manchester og þá mun Manchester City einnig rannsaka málið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner