Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 22. maí 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Bróðir Olise framlengir við Chelsea
Richard Olise í leik með unglingaliði Chelsea
Richard Olise í leik með unglingaliði Chelsea
Mynd: Heimasíða Chelsea
Enski varnarmaðurinn Richard Olise hefur framlengt samning sinn við Chelsea út næsta tímabil.

Olise, sem er 19 ára gamall, er yngri bróðir Michael, sem er á mála hjá Crystal Palace.

Þessi efnilegi varnarmaður hefur æft og spilað með unglingaliðum Chelsea síðustu tíu ár en hann hefur nú samþykkt að vera áfram hjá félaginu.

Nýr samningur hans gildir út næsta tímabil með möguleika á að framlengja um annað ár.

Eldri bróðirinn eyddi sjö árum hjá Chelsea áður en hann söðlaði um, en hann hefur verið orðaður við endurkomu til félagsins og því ágætis möguleiki á að bræðurnir sameini krafta sína hjá þeim bláu.
Athugasemdir
banner
banner
banner