Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 22. maí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ein besta fótboltakona heims framlengir við Barcelona
Mynd: Barcelona
Alexia Putellas, ein besta fótboltakona heims, hefur framlengt samning sinn við spænska félagið Barcelona til 2026 en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Þessi þrítuga fótboltakona spilar stöðu miðjumanns en hún getur einnig leyst af á vinstri vængnum.

Tvisvar hefur hún unnið Ballon d'Or verðlaun en hún gerði 2021 og 2022 áður en hún meiddist illa á hné.

Putellas hefur unnið 31 titil á ferli sínum, þar á meðal HM með spænska landsliðinu og þá hefur hún unnið Meistaradeild Evrópu með Barcelona.

Félög í Bandaríkjunum hafa sýnt henni mikinn áhuga síðustu mánuði en hún hafnaði þeim og hefur nú framlengt samning sinn við Barcelona til næstu tveggja ára.

Athletic greinir frá því að hún muni tvöfaldast í launum sem mun gera hana að launahæsta leikmanni Börsunga.

Barcelona á möguleika á því að vinna þrennuna þetta tímabilið en liðið hefur þegar tryggt sér sigur í spænsku deildina og unnið bikarinn. Liðið er þá komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu fjórða árið í röð.


Athugasemdir
banner
banner