Víkingar unnu baráttusigur á Blikum í kvöld og mega þeir meðal annars þakka Ingvari Kale fyrir að halda stigunum þremur eftir að hann átti magnaða markvörslu á lokamínútunum.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 0 Breiðablik
,,Við erum gríðarlega sáttir. Blikarnir sóttu hart að okkur og gáfu okkur erfiðan leik og við héldum út og erum gríðarlega ánægðir með að landa þessum stigum,” sagði Ingvar eftir leikinn í samtali við Fótbolta.net.
,,Það var ekkert grín að vera tveimur mönnum færri eins og sást í lokin en þeir áttu þrá deddara í lokin. En gríðarlega erfitt að spila færri á móti Breiðablik. Ég held að Breiðablik sé eitt erfiðasta liðið til að spila manni færri á móti. Þeir halda boltanum vel og koma sér í færi þannig að þetta var bara frábært hjá okkur að halda þetta út,”
Nánar er rætt við Ingvar í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir