Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. júní 2021 11:20
Fótbolti.net
Bestur í 9. umferð - Mætti í embættisferð á Dalvík
Hannes Þór Halldórsson (Valur)
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson hefur verið afskaplega mikilvægur fyrir Íslandsmeistara Vals og hann átti frábæran leik á Dalvík þar sem toppliðið vann 1-0 sigur gegn KA á sunnudaginn.

Hannes er leikmaður umferðarinnar eftir frammistöðu sína. Hann átti nokkrar öflug markvörslur í leiknum, þar á meðal varði hann frá Jonathan Hendrickx af vítapunktinum. Hendrickx þarf þó lítið að skammast sín þar sem ekki ómerkari maður en Lionel Messi hafa klúðrað víti gegn Hannesi.

Sjá einnig:
Úrvalslið 9. umferðar Pepsi Max-deildarinnar



„Hann hefur verið stórkostlegur," segir Ingólfur Sigurðsson í Innkastinu þar sem rætt var um frammistöðu Hannesar á tímabilinu en hann hefur verið að tryggja þeim rauðu mikilvæg stig.

Elvar Geir Magnússon minntist þá á það að eftir leikinn á sunnudag gaf Hannes sér svo góðan tíma til að ræða við og taka myndir af sér með ungum aðdáendum.

„Hann var ekki bara stórkostlegur innan vallar á Dalvík. Hann var einnig í nokkurskonar embættisferð þarna. Hann var að árita og sinna ungum aðdáendum. Hann gaf einhverjum krakka hanskana sína og ég sá mynd af honum eftir leik þar sem börnin voru að umkringja hann. Ótrúlega vel gert," segir Elvar.

Leikmenn umferðarinnar:
7. umferð: Nikolaj Hansen (Víkingur)
6. umferð: Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
5. umferð: Orri Hrafn Kjartansson (Fylkir)
4. umferð: Ágúst Eðvald Hlynsson (FH)
3. umferð: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
2. umferð: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
1. umferð: Sölvi Geir Ottesen (Víkingur)
Innkastið - Logi látinn fjúka og víti fara forgörðum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner