Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 22. júní 2021 16:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þangað til hugsa ég bara um Binna sem einn af okkur"
Binni fagnar eftir sigurleik fyrr í sumar
Binni fagnar eftir sigurleik fyrr í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Margt bendir til þess að Brynjar Ingi Bjarnason muni ekki klára tímabilið með KA. Hann hefur verið orðaður við Lecce á Ítalíu og halda þær sögur áfram.

Lecce spilar í næstefstu deild á Ítalíu, komst í umspil um að komast upp í efstu deild en tókst ekki að komast upp.

Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var spurður út í Brynjar í viðtali eftir leikinn gegn val á sunnudag.

Er búið að samþykkja eitthvað tilboð í Brynjar?

„Það er búið að vera ýmislegt í deiglunni og mikið rætt við KA. Ég veit ekki nákvæmlega hvar þau mál standa. Þangað til að Sævar (Pétursson, framkvæmdastjóri KA) tilkynnir mér að það sé búið að kvitta undir allt og hann er orðinn leikmaður einhvers annars liðs þá hugsa ég bara um Binna sem einn af okkur."

„Við eigum leik eftir þrjá daga og á meðan Binni er ennþá hjá okkur þá er hann bara okkar leikmaður. En það má vel vera að það breytist fljótt. Ef það gerist þá óskar maður honum bara góðs gengis og hann hefur virkilega unnið til þess ef af verður,"
sagði Addi við Fótbolta.net á sunnudag.

Árni Gísli Magnússon hjá Vísi ræddi einnig við Arnar eftir leikinn.

Árni Gísli spurði Adda hvort fenginn yrði nýr hafsent ef Brynjar færi frá KA.

„Já, ég tel að það sé mjög líklegt ef hann yfirgefur okkur að við myndun reyna að bæta við einum leikmanni," sagði Addi við Árna Gísla.
Arnar Grétars: Þurfum að skoða hvort Stubbur taki víti
Athugasemdir
banner
banner