Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 22. júní 2022 09:45
Elvar Geir Magnússon
Damir tekur út leikbann gegn KR á morgun
Damir tekur út leikbann á morgun.
Damir tekur út leikbann á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og KR eigast við Bestu deild karla á morgun. Blikar verða án miðvarðarins öfluga Damir Muminovic sem tekur út leikbann eftir að hafa safnað fjórum gulum spjöldum.

Blikar eru með átta stiga forystu í deildinni en KR hefur verið duglegt við að gera jafntefli að undanförnu og er í sjötta sæti.

Úrskurður aganefndar
Aganefnd KSÍ fundaði í gær og fleiri leikmenn voru úrskurðaðir í bann vegna uppsafnaðra áminninga.

KA verður án miðjumannana Daníels Hafsteinssonar og Rodrigo Gomes Mateo þegar liðið mætir Val mánudaginn 4. júlí og Christian Köhler verður í banni hjá ÍA þegar liðið mætir Leikni í mikilvægum leik sama kvöld.

Jóhann Árni Gunnarsson í Stjörnunni er einnig á leið í bann og spilar ekki gegn FH þann 4. júlí.

Þá verður Ivan Kaliuzhnyi, leikmaður Keflavíkur, í banni í leik gegn Fram sunnudaginn 3. júlí en það er vegna brottvísunar sem hann fékk í leik gegn Stjörnunni í síðustu viku.

Í Lengjudeildinni verður HK án miðvarðarins Bruno Soares í leik gegn Kórdrengjum á morgun þar sem hann hefur safnað fjórum gulum spjöldum. Hjá Kórdrengjum tekur Gunnlaugur Fannar Guðmundsson út leikbann.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner