Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
banner
   lau 22. júní 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bakvörður Man City eftirsóttur á Spáni og Ítalíu
Mynd: Manchester City
Mynd: EPA
Vinstri bakvörðurinn Sergio Gómez verður ekki áfram hjá Manchester City í sumar. Hann er þreyttur á litlum spiltíma og vill reyna fyrir sér hjá öðru félagsliði.

Það eru ýmis félög áhugasöm um að tryggja sér þjónustu Gómez, sem er 23 ára gamall og hefur verið hjá Man City í tvö ár.

Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við City en getur ekki búist við spiltíma enda er gríðarleg samkeppni um byrjunarliðssæti.

Gómez er vængbakvörður að upplagi og getur einnig spilað á miðjunni eða á vinstri kanti.

Hann var algjör lykilmaður upp ógnarsterk yngri landslið Spánverja og þá sérstaklega með U21 liðinu, þar sem hann kom að 17 mörkum í 14 leikjum á Evrópumóti U21 landsliða 2021 og í undankeppninni. Þá var hann einnig í lykilhlutverki er U17 og U19 lið Spánverja unnu EM 2017 og 2019.

Gómez ólst upp hjá Barcelona en skipti til Borussia Dortmund þegar hann var 18 ára gamall. Hann vildi fá spiltíma og fór því yfir til Anderlecht í Belgíu, þar sem hann lék lykilhlutverk og vakti mikinn áhuga á sér.

Man City keypti hann í kjölfarið en hann hefur aðeins komið við sögu í 38 leikjum með félaginu og spilað í heildina um 1500 mínútur.

AS Roma, Real Sociedad og Real Betis eru öll áhugasöm um að festa kaup á Gómez.
Athugasemdir
banner
banner