Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   lau 22. júní 2024 14:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spila Albert og Benzema saman á næsta tímabili? - Tenging við Pioli
Albert átti frábært tímabil með Genoa.
Albert átti frábært tímabil með Genoa.
Mynd: EPA
Pioli sterklega orðaður við Al-Ittihad.
Pioli sterklega orðaður við Al-Ittihad.
Mynd: EPA
Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, var í vikunni orðaður við Sádi-Arabiu þegar stjórnarformaður Genoa staðfesti áhuga þaðan í viðtali.

Félagið sem um ræðir er Al-Ittihad, það staðfesti Albert Brynjar Ingason, frændi Alberts Guðmundssonar, í hlaðvarpsþættinum Gula Spjaldið í gær.

Al-Ittihad er liðið sem Karim Benzema, N'Golo Kante og Fabinho spila með. Ahmed Hegazy, fyrrum leikmaður WBA, er fyrirliði liðsins.

„Albert staðfesti við mig að félag í Sádi sé búið að heyra í sér. Það er Al-Ittihad. Svörin hans voru mjög skýr, hann myndi bara skoða það ef ekkert spennandi í Evrópu stendur til boða," sagði Albert Brynjar Ingason.

Marcelo Gallardo var látinn fara sem stjóri liðsins á dögunum. Liðið endaði í 5. sæti deildarinnar í vetur og kom upp mál milli Gallardo og Benzema.

Al-Ittihad er í stjóraaleit og hefur Stefano Pioli, fyrrum þjálfari AC Milan, verið sterklega orðaður við stöðuna.

Hann er hjá GG11 umboðsskrifstofunnni sem er sú sama og Albert Guðmundsson er hjá.

Albert hefur verið mest verið orðaður við Inter, Juventus, Napoli og Tottenham.

Genoa er sagt vilja fá um 40 milljónir evra fyrir lykilmanninn sinn.
   21.06.2024 09:30
Stefano Pioli líklegur til að taka við af Marcelo Gallardo

   21.06.2024 07:20
Staðfestir brottreksturinn: Mistök að setja sig upp á móti Benzema


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner