Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   lau 22. júní 2024 20:30
Sölvi Haraldsson
Heimild: Akureyri.net 
Þórsarar fá nýjan gervigrasvöll
Nói Björnsson formaður Þórs og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri takast í hendur eftir að samningurinn var undirritaður í morgun. Knattspyrnufólkið unga heitir, frá vinstri: Bjarki Fannar Arnarson, Gunnar Karl Valtýsson, Jóhann Pálsson og Sonja Sigurðardóttir.
Nói Björnsson formaður Þórs og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri takast í hendur eftir að samningurinn var undirritaður í morgun. Knattspyrnufólkið unga heitir, frá vinstri: Bjarki Fannar Arnarson, Gunnar Karl Valtýsson, Jóhann Pálsson og Sonja Sigurðardóttir.
Mynd: Skapti Hallgrímsson
Svona mun þetta líta út
Svona mun þetta líta út
Mynd: Akureyri.net

Búið er að skrifa undir samning milli Akureyrarbæjar og Þórs um uppbyggingu gervigrassvæðis á félagssvæðinu í Glerárhverfi.

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, og Nói Björnsson, formaður Þórs, undirrituðu samninginn í gær.


Á svæði sem heitir Ásinn, sem er austan við keppnisvöll félagsins, verður knattspyrnuvöllur í fullri stærð, 105 x 68 m, flóðlýsing og 35 x 80 metra æfingasvæði.

Framundan er útboðsferli og gervigrasið ætti að vera tilbúið fyrir næsta tímabil. Einnig er gert ráð fyrir þeim möguleika að 500 manna áhorfendastúka verði reist austan við völlinn. Stúkan er þó ekki hluti af samningum sem var undirritaður í dag.

Þessi framkvæmd mun breyta miklu fyrir okkur Þórsara. Aðstaðan hefur staðið okkur fyrir þrifum; við höfum ekki getað verið með eins mörg lið og við hefðum viljað vegna vallaraðstæðna. Ég er gríðarlega ánægður með þetta skref sem verið er að taka og ég vil nota tækifærið og þakka bæjaryfirvöldum fyrir mjög gott og ánægjulegt samstarf í þeirri vinnu sem er að baki.“ sagði Nói Björnsson, formaður Þórs, í dag við undirritun samningsins.

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, var eins og kom fram áður viðstödd en hún óskaði Þórsurum innilega til hamingju með daginn.

Ég held ég geti talað fyrir munn allrar bæjarstjórnar og sagt að þetta er mikill gleðidagur, að við getum skrifað undir þennan samning sem ég veit að hefur verið beðið eftir. Ég hef fylgst með starfinu ykkar sem er blómlegt og metnaðarfullt, þið eruð með metnaðarfulla stjórn sem stendur vaktina og ég veit að þið munuð halda úti glæsilegu starfi fyrir börn og ungmenni sem nýta þessa aðstöðu,“ sagði bæjarstjórinn. „Ég vona að framkvæmdir gangi hratt og örugglega þannig að iðkendur fái þessa góða aðstöðu, sem mun breyta umtalsvert miklu fyrir æfingar frá apríl og fram á haust, þannig að hægt sé að láta félagið vaxa enn meira. Innilega til hamingju og megið þið njóta þegar þessu líkur.


Athugasemdir
banner
banner
banner