Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. júlí 2022 20:34
Brynjar Ingi Erluson
Lögregla kölluð til á Gothia Cup - Lömdu andstæðinga sína og þjálfarinn alblóðugur
Frá Gothia-Cup
Frá Gothia-Cup
Mynd: Gothia Cup
Skuggalegt atvik er nú til rannsóknar hjá lögreglunni í Gautaborg eftir að leikmenn U17 ára liðs VGA Saint-Maur lömdu og spörkuðu í andstæðinga sína frá bandaríska liðinu New England á hinu geysivinsæla fótboltamóti, Gothia Cup. Göteborgs Posten og Nettavisen greina frá.

New England vann franska liðið VGA Saint-Maur 4-0 í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum Gothia Cup en leikmenn Saint-Maur brugðust illa við þegar bandaríska liðið byrjaði að fagna sigrinum og brutust út heiftarleg hópslagsmál.

Leikmenn New England reyndu að flýja aðstæður en Frakkarnir fóru á eftir þeim, lömdu og spörkuðu kröftulega í þá á meðan foreldrar reyndu að stíga á milli.

Þjálfarar franskar liðsins tóku enga ábyrgð og reyndu ekki að stöðva leikmenn sína. Þetta kemur fram í frétt Göteborgs Posten.

Þá kemur fram að þjálfari bandaríska liðsins hafi verið alblóðugur eftir þessa fólskulegu árás franska liðsins.

„Þetta er hræðilegt. Þetta er fótbolti og ætti ekki að gerast á fótboltavellinum. Maður er þarna til að hafa gaman en ekki að sparka í liggjandi menn eða slást við fullorðna. Þjálfarinn hleypti þeim út úr búningsklefanum til að gefa þeim tækifæri á að elta okkur. Þetta á ekki heima hér og er gjörsamlega hræðilegt. Foreldrar eru grátandi og spá spark í andlitið og geta ekkert gert," sagði einn sjónvarvotturinn við Göteborgs Posten.

Lögregla og sjúkrabíll mætti á svæðið en þá höfðu leikmenn franska liðsins yfirgefið vettvanginn og hlaupið í átt að skóginum en málið er til rannsóknar.
Athugasemdir
banner
banner