Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mán 22. júlí 2024 22:17
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: Fjölnir jafnar ÍH í fimmta sæti
Augnablik vann Kópavogsslag
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það fóru tveir leikir fram í 2. deild kvenna í kvöld þar sem Fjölnir og Augnablik unnu á heimavelli.

Ester Lilja Harðardóttir skoraði eina mark leiksins í mikilvægum sigri Fjölnis gegn ÍH. Stelpunum úr Grafarvogi tókst þannig að jafna Hafnfirðinga á stigum í fimmta sæti deildarinnar.

Augnablik lagði þá Smára að velli í skemmtilegum nágrannaslag í Kópavogi.

Katrín Bríet Árnadóttir kom Augnabliki yfir en Kristín Inga Vigfúsdóttir jafnaði skömmu síðar og var staðan jöfn í hálfleik, 1-1.

Líf Joostdóttir van Bemmel gerði það sem reyndist sigurmark leiksins fyrir Augnablik á 56. mínútu.

Augnablik er um miðja deild með 15 stig eftir 10 umferðir en Smári vermir botnsætið með 1 stig.

Fjölnir 1 - 0 ÍH
1-0 Ester Lilja Harðardóttir ('45 )

Augnablik 2 - 1 Smári
1-0 Katrín Bríet Árnadóttir ('27 )
1-1 Kristín Inga Vigfúsdóttir ('28 )
2-1 Líf Joostdóttir van Bemmel ('56 )
Athugasemdir
banner