Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 22. júlí 2024 16:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 13. umferðar - 16 ára í þriðja sinn í röð
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir.
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bergþóra átti mjög flotta frumraun með Víkingi.
Bergþóra átti mjög flotta frumraun með Víkingi.
Mynd: Víkingur
Heiða Ragney var best á gamla heimavellinum.
Heiða Ragney var best á gamla heimavellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, 16 ára gömul úr Val, er í sterkasta liði umferðarinnar í Bestu deild kvenna í þriðja sinn í röð. Hún átti góðan leik þegar Valur vann dramatískan sigur á Keflavík á dögunum.

Ragnheiður Þórunn hefur verið afar sterk að undanförnu en hún er afar efnilegur leikmaður. Fanndís Friðriksdóttir kemst einnig í lið umferðarinnar fyrir hönd Vals sem er með jafnmörg stig og Breiðablik á toppi deildarinnar.



Víkingur vann virkilega sterkan útisigur gegn Þór/KA og þar lék Bergþóra Sól Ásmundsdóttir sinn fyrsta leik fyrir Víkinga. Hún gerði sér lítið fyrir og var besti leikmaður vallarins í frumraun sinni. Selma Dögg Björgvinsdóttir var einnig mjög góð í leiknum og John Andrews er þjálfari umferðarinnar.

Þróttur lagði FH og er komið upp í efri hluta deildarinnar, í sjötta sæti. Mollee Swift var frábær í marki Þróttar og Leah Pais lék þá vel.

Þá vann Fylkir afar sterkan sigur á Tindastóli, 4-1. Abigail Boyan, Helga Guðrún Kristinsdóttir og Þórhildur Þórhallsdóttir voru öflugar í sigri Fylkis í Árbænum.

Þá vann Breiðablik dramatískan 0-1 sigur gegn Stjörnunni. Heiða Ragney Viðarsdóttir var best á gamla heimavellinum og Anna María Baldursdóttir átti góðan leik í vörn Stjörnunnar.

Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 12. umferðar
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner