Gríski vinstri bakvörðurinn Kostas Tsimikas verður að öllum líkindum áfram hjá Liverpool á næsta tímabili.
Liverpool keypti Tsimikas frá Olympikaos fyrir 12 milljónir punda fyrir fjórum árum.
Hann hefur verið Andy Robertson til halds og trausts í bakverðinum, en þegar hann hefur fengið að spila hefur frammistaðan verið misjöfn.
Tsimikas er 28 ára gamall og er samningsbundinn Liverpool til 2027, en er mikill gleðipinni í klefanum og virðist hann ætla að vera áfram hjá félaginu.
Ian Doyle hjá Liverpool Echo segir ekkert benda til þess að Tsimikas sé á förum, hvorki frá honum né félaginu.
Frá 2020 hefur Tsimikas spilað 48 deildarleiki og gefið 9 stoðsendingar.
Athugasemdir