Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. ágúst 2019 09:10
Magnús Már Einarsson
Fækkun á erlendum leikmönnum í Pepsi Max
Færri undir 20 ára spila - Hærri meðalaldur
Úr leik í Pepsi Max-deildinni.
Úr leik í Pepsi Max-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Talsverð fækkun hefur orðið á erlendum leikmönnum í Pepsi Max-deildinni undanfarin tvö ár samkvæmt tölfræði sem Leifur Grímsson birti á Twitter í dag.

Árið 2017 voru 33% af mínútum í deildinni spilaðar af erlendum leikmönnum en í ár eru það 22%.

Margir ungir leikmenn hafa vakið athygli í deildinni í sumar en athygli vekur að leikmenn undir tvítugu fá mun færri mínútur en í fyrra.

Í fyrra voru 10% af mínútum í deildinni spilaðar af leikmönnum undir tvítugu en í ár er það 6%.

Leifur bendir einnig á að meðalaldur leikmanna í deildinni hefur hækkað undanfarin ár en hann er í dag 27 ár eftir að hafa verið 26,2 ár fyrir tveimur árum.



Athugasemdir
banner
banner