fim 22. ágúst 2019 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfarinn færður í burtu eftir sigurmark á 96. mínútu
Mynd: Getty Images
Leyton Orient mætti Mansfield í ensku D-deildinni fyrr í vikunni og enduðu leikar 3-2.

Leyton Orient lenti 2-0 undir en sýndi mikinn karakter í því að vinna leikinn. Sigurmarkið kom á 96. mínútu og eins og gefur að skilja var þjálfari liðsins mjög ánægður með það.

Ross Embleton, þjálfari liðsins, hljóp inn á völlinn til að fagna með leikmönnum sínum.

Það fór ekki allt eftir áætlun hjá honum því öryggisverðir á vellinum gripu hann og tóku hann í burtu frá leikmönnunum. Þeir héldu að hann væri stuðningsmaður.

Hann brosti þó í leikslok. Góð þrjú stig í hús.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner